Það er skrítið ástandið í okkar samfélagi.
Vinstri og hægri flokkur ganga í samstarf í ríkisstjórn.
Þrátt fyrir að hafa verið miklir andstæðingar um árabil.
Þar sem vinstri flokkurinn hafði um árabil ráðist á hægri flokkin fyrir spillingu og það að vera varðhundur fyrir óbreytt þjóðfélag, standa í veg fyrir uppbyggingu félags og heilsugæsluþjónustu.
Að vera taglhnýtningur fyrir stærsta hernaðarveldi heimisins og berjast gegn friði. Að hafa stutt og stýrt óbilgjarnri stefnu og ómannúðlegri gagnvart flóttafólki, fátæklingum, öryrkjum og yfirleitt öllum sem minna mega sín hjá okkur.
Þar sem hægri flokkurinn hefur gagnrýnt Vg fyrir pólitískan barnaskap í efnahagsmálum sem hafa engan skilning á rekstri fyrirtækja hvort sem um er að ræða einka eða opinberan rekstur. Flokkur sem er lygilega einfaldur í hugmyndum um alþjóðamál. Sem gera sér enga grein fyrir þeirri ábyrgð sem maður verður að sýna í friðar og hernaðarmálum. Og þegar verst lét að vera kommúnistar.
En nú er allt fallið í ljúfa löð. Forsætisráðherran virðist ekki sjá neinn skavanka á því að stunda þetta samstarf. Hún tiplar á tánum í kringum ráðherra íhaldsins.Þeirra sem brjóta lög og mannréttindi, þeirra sem standa vörð um óbreytt ástand atvinnuveganna, þeirra sem hygla ættingjum og vinum. Þeirra sem vilja hafa allt óbreytt í spillingarþjóðfélagi okkar. Hún styður þá fullkomlega sem hún hafði áður gagnrýnt harkalega.Við eigum öll að vera svo sátt í samfélagi sem sárafáir eiga allt og ríkja yfir öllu í skjóli auðs.
Hún verður til athlægis fyrir að koma saman efnisgrein sem er ein sú fáránlegasta sem sést hefur í stjórnmálum seinni ára. Þingmenn flokks hennar sem áður voru með ritræpu í fjölmiðlum eru orðnir að virðulegum og ábyrgum þingmönnum sem íhuga og taka afstöðu í málum sem er þvert á það sem þeir sögðu fyrir nokkrum mánuðum.
Nú segja þeir sem töldu þessa stjórn nauðsynlega fyrir sálarheill þessarar þjóðar að með myndun þessarar stjórnar hafi orðið þáttaskil. Nú sé unnið að heilbrigðismálum, velferðarmálum, húsnæðismálum, og að allt sé í sóma.
En lesandi góður, er þjóðin ánægð? Hvers vegna kraumar undir á þessum góðæristíma? Aðeins helmingur styður ríkisstjórn.
Enn furðulegra er að 25% styður sjálfstæðisflokkur, 10% Miðflokkinn. Ekki hefur ánægja vaxið með þátttöku VG í þessari stjórn. En flokkurinn er auðvitað að fórna sér fyrir okkur. Og framsóknarflokkurinn tortímir sjálfum sér í þessum félagsskap.
Og enn er það erfitt að skilja hvernig Forsætisráðherran og hennar fólk á erfitt með að skilja að það er spillingin SPILLINGIN veldur því að það er erfitt að komast upp úr holunni. Og hún verður æ dýpri, æ erfiðara að komast upp úr henni. Hvernig verður svo næsta stjórn? Er það ekki Vinstri Græn sem er búin að eitra loftið. Þar sem sjálfstæðisflokkurinn þar er spilling og hún eitrar, hún drepur. Skrattinn horfir á og kumrar af ánægju.
Mynd: Asger Jorn ljósmynd Greinarhöfundur
Vinstri og hægri flokkur ganga í samstarf í ríkisstjórn.
Þrátt fyrir að hafa verið miklir andstæðingar um árabil.
Þar sem vinstri flokkurinn hafði um árabil ráðist á hægri flokkin fyrir spillingu og það að vera varðhundur fyrir óbreytt þjóðfélag, standa í veg fyrir uppbyggingu félags og heilsugæsluþjónustu.
Að vera taglhnýtningur fyrir stærsta hernaðarveldi heimisins og berjast gegn friði. Að hafa stutt og stýrt óbilgjarnri stefnu og ómannúðlegri gagnvart flóttafólki, fátæklingum, öryrkjum og yfirleitt öllum sem minna mega sín hjá okkur.
Þar sem hægri flokkurinn hefur gagnrýnt Vg fyrir pólitískan barnaskap í efnahagsmálum sem hafa engan skilning á rekstri fyrirtækja hvort sem um er að ræða einka eða opinberan rekstur. Flokkur sem er lygilega einfaldur í hugmyndum um alþjóðamál. Sem gera sér enga grein fyrir þeirri ábyrgð sem maður verður að sýna í friðar og hernaðarmálum. Og þegar verst lét að vera kommúnistar.
En nú er allt fallið í ljúfa löð. Forsætisráðherran virðist ekki sjá neinn skavanka á því að stunda þetta samstarf. Hún tiplar á tánum í kringum ráðherra íhaldsins.Þeirra sem brjóta lög og mannréttindi, þeirra sem standa vörð um óbreytt ástand atvinnuveganna, þeirra sem hygla ættingjum og vinum. Þeirra sem vilja hafa allt óbreytt í spillingarþjóðfélagi okkar. Hún styður þá fullkomlega sem hún hafði áður gagnrýnt harkalega.Við eigum öll að vera svo sátt í samfélagi sem sárafáir eiga allt og ríkja yfir öllu í skjóli auðs.
Hún verður til athlægis fyrir að koma saman efnisgrein sem er ein sú fáránlegasta sem sést hefur í stjórnmálum seinni ára. Þingmenn flokks hennar sem áður voru með ritræpu í fjölmiðlum eru orðnir að virðulegum og ábyrgum þingmönnum sem íhuga og taka afstöðu í málum sem er þvert á það sem þeir sögðu fyrir nokkrum mánuðum.
Nú segja þeir sem töldu þessa stjórn nauðsynlega fyrir sálarheill þessarar þjóðar að með myndun þessarar stjórnar hafi orðið þáttaskil. Nú sé unnið að heilbrigðismálum, velferðarmálum, húsnæðismálum, og að allt sé í sóma.
En lesandi góður, er þjóðin ánægð? Hvers vegna kraumar undir á þessum góðæristíma? Aðeins helmingur styður ríkisstjórn.
Enn furðulegra er að 25% styður sjálfstæðisflokkur, 10% Miðflokkinn. Ekki hefur ánægja vaxið með þátttöku VG í þessari stjórn. En flokkurinn er auðvitað að fórna sér fyrir okkur. Og framsóknarflokkurinn tortímir sjálfum sér í þessum félagsskap.
Og enn er það erfitt að skilja hvernig Forsætisráðherran og hennar fólk á erfitt með að skilja að það er spillingin SPILLINGIN veldur því að það er erfitt að komast upp úr holunni. Og hún verður æ dýpri, æ erfiðara að komast upp úr henni. Hvernig verður svo næsta stjórn? Er það ekki Vinstri Græn sem er búin að eitra loftið. Þar sem sjálfstæðisflokkurinn þar er spilling og hún eitrar, hún drepur. Skrattinn horfir á og kumrar af ánægju.
Mynd: Asger Jorn ljósmynd Greinarhöfundur