Mættur í Hörpu , sinfonían að taka upphitun fyrir það að spila á PROMS tónlistarhátíðinni í Bretlandi.Það er ekki hverjum sem er boðið að spila þar. En okkar sinfonía hefur náð slíkum status. Þrátt fyrir alla gagnrýni í gegnum árin: þetta er svo dýrt, ríkið á ekki að borga þetta Þessi
Harpa hefði aldrei átt að vera byggð.
Já, ég sagði Harpan, mikið eigum við því fólki að þakka sem hafði það hugrekki að koma Hörpu upp, á þessum erfiða tíma. Ný ygglir Björn Bjarna sig og Pétur Blöndal dregur fram reiknivélar sínar. Það má auðvitað ekki fréttast að það var ríkisstjórnin sem gerði allt rangt. Sem hafð þennan dug og kjark. Nú er Harpa vinsælasti ferðamannastaður landsins. Einstakt kennileiti í Reykjavík. Hefur lyft upp tónlistarlífi landsins á hærri stall.
Í gærkvöldi var Eldborg troðfull allan hringinn, og Sinfonían var ótrúlega góð eftir sumarfríið. Við fengum að heyra íslensk verk, svona sérstaklega íslensk, Jón Leifs Geysir, með öllum sínum drunum og Haukur Tómasson Magma þar sem hraunið rann fram í stríðum straumum. Verk sem verða betri í endurheyrn. Svo voru 2 klassísk, Píanokonsert Schumanns, eitt af þessum verkum sem eru stöðugt á dagskrá, en Jonathan Biss spilaði það áreynslulaust, mér finnst ég hafa heyrt það betur flutt í fyrra af sinfoníunni og var það Víkingur okkar? En svo var sú Fimmta með stórum staf, Dadadada, Beethovens, hún var stórglæsileg. Volkov stjórnaði með glæsibrag og hljómsveitin sýndi allar sínr bestu hliðar. Dásamlegt.
Svo var öllum til undrunar aukaverk, sem er yfirleitt ekki. Þar var Huggun Jóns Leifas, seinasta verkið sem hann samdi, það er einu orði sagt algjört meistaraverk, þetta litla verk fyrir strengi. Svo hélt maður að þetta væri búið en þá kom Sprengisandur með pomp og pragt. Og allt varð vitlaust í salnum. Sannkölluð Proms stemming.
Þetta voru seinustu alvörutónleikar Ilans Volkovs með hljómsveitinni, ég hef heyrt að hann hafi að sumu leyti ekki haft skap með hljómsveitinnni. En hann gerði margt gott, svo hefur hann sýnt sig sem friðarsinna í Ísrael. Sem er ekki auðvelt. Það kann ég að meta. Svo vil ég aftur þakka fólkinu sem lét byggja Hörpuna, ég þarf ekki að nefna nein nöfn.
Mynd: Höfundur