Er ekki kominn tími til að hætta þessu brölti? Öllum til skammar og útflutningi okkar á öðrum vörum til vandræða. Það fer ekki vel að virða engin markaðslögmál. Það gekk ekki vel í Sovét þegar verksmiðjur framleiddu skó á aðra löppina burtséð frá því hvort skór fengist annars staðar á hina. Þetta er þjóðremba og heimskasem er engum til sóma. Sjávarútvegsráðherra á að blása þetta af í eitt skipti fyrir öll. Þá yrði hann meiri maður af einhverju. Honum veitir ekki af því.
Eins og málshátturinn segir:
Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum.
Og: Sá sem klifrar upp stiga þarf líka að komast niður.
|
Sá sem Selur Hval fær Kvalir .....