laugardagur, 1. mars 2014

Kjarni málsins: Það á ekki að ljúga að fólki

Stundum eigum við Íslendingar erfitt með finna kjarna málsins. 

Var að hlusta á mektarfólk ræða málin á RÚV 1, það komur þar margir punktar til umhugsunar. Í upphafi þáttarins leyfði Hallgrímur Thorsetinsson okkur að heyra öll fræg og alræmd ummæli vikunnar. 

En mér þótti vanta það sem valdið hefur ólgu almennings sem sýnir sig vel í skoðanakönnunum vikunnar.  Vinsældamissir stjórnarflokkanna, mikill meirihluti við umræður við ESB. 

Hvað er það sem hámenntaðir sérfræðingar og pönkari minntust ekki á.  Sem hefur vantað svo í stjórnmálaumræðu á Íslandi??? Það er sá einfaldi sannleikur að stjórnmálamenn eiga ekki að ljúga. Við eigum að krefjast þess að við upplifum ekki svona viku aftur. OG þeir sem eru staðnir að lygum, eiga að segja af sér. 

Siðvæðingar er þörf.  Í nágrannalöndum er slíkt í heiðri haft.  Maður sem staðinn er að lygur og falsi hann segir af sér.  Það er engin undankoma.  

Þetta eigum við svo erfitt með.  Við Íslendingar.  Að hafa skýrar og tærar reglur.   Þess vegna segi ég:  Siðvæðingar er þörf.  Þetta er það sem liggur undir í ólgu landans seinustu vikuna. 

Stjórnmálamenn eiga ekki, mega ekki ljúga.  Þá eru þeir búnir að fyrirgera rétti sínum að vera fulltrúar okkar í fulltrúalýðræði þjóðarinnar.