föstudagur, 28. apríl 2017

Háþrýstingur í heilbrigðiskerfinu: Sérfræðilæknar trumpast!

Það er háþrýstingur í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir.  Yfirmenn Landsspítala og Landlæknir reyna að standa vörð um almenna og gjaldfrjálsa heilsugæslu, að mestu leyti.  Íhaldslæknastéttin með sérfræðilækna í fararbroddi æsir sig og vill fá góða þjónustu hjá Ríkisstjórninni.  Þeirra hugmyndir eru auðvitað að fá einkavæðingu á flestum sviðum.   Einn sérfræðilæknir sendir Landlækni aldeilis tóninn í Morgunblaðinu í gær.  Hámarkið er að Landlæknir  sendi Ríkisstjórn tóninn.  Að gagnrýna hið háa vald með snillinginn Óttarr Proppé í fararbroddi.  Þar sem allt sem hugsast getur er í biðstöðu. 

Krabbameinssjúklingar fá ekki lyf,  Sjúklingar þurfa að bíða eftir aðgerð endalaust,  undirritaður þurfti 4 ár til að fá hnjáliðaaðgerð á báðum fótum, ekki er þetta landlækni að kenna, heldur endalausu fjársvelti Ríkisspítalanna og ekki batnar ástandið við að láta Klínikina fá fjármunina sem eru til úthlutunar, þótt að ættingjar ráðherranna og velvildarmenn Sjálfstæðisflokksins eigi hlut að máli. 

Maður heyrir á tali fólks að nú er nóg komið.  Ætli þurfi ekki  risamótmæli í haust til að sýna vilja fólksins í landinu?  Það er komið nóg.  Hálaunafólk og útgerðaaðall vill stjórna, lægri skatta, nýja stjórn í Seðlabanka. .  Þægt fólk í áhrifastöðum í heilbrigðiskerfinu, það er lóðið. Þá verður allt gott.  En, lesendur góðir, er þetta ekki eitthvað sem við viljum stoppa?    


Vant­ar 100 hjúkr­un­ar­fræðinga

 Sjúk­ling­ar hafa ekki efni á að bíða

Hvað er hæft í fullyrðingum landlæknis

Vant­ar 10 millj­arða í rekst­ur­inn