þriðjudagur, 25. október 2016

Spilling: Fram í bláan dauðann

Það er alltaf svo pínlegt þegar Sjálfstæðismenn ræða um spillingu og öfgaskoðanir, þar sem spillingagossar og andlýðræðissinnar þrífast sem aldrei fyrr, en eru samt orðnir örvæntingafullir á loka metrum, forystumenn gáfu 77 milljarða og reyndu að fela fram í bláan dauðann. Eina leiðin sem þeim hugkvæmdist er að koma í veg fyrir fréttaflutning, nota brögð fasista og einræðisherra. Allra bragða er beitt. Sveiattan!

Í umfjöllun Kastljóss í síðustu viku var greint frá vitnaskýrslu sem hefur að geyma nýjar vísbendingar um að Davíð og Geir hafi vitað fyrirfram að 77,5 milljarða lán Seðlabankans til Kaupþings myndi ekki fást endurgreitt. Sem kunnugt er tapaði ríkissjóður um 35 milljörðum á láninu. Þá var einnig greint frá því í Kastljósi að Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, hefði gengist við því að hafa brotið trúnað þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda setningar neyðarlaganna. (Stundin.is)