þriðjudagur, 3. mars 2015

Í góðri trú: Þar mun spillingin ein ríkja.

Ég er svo saklaus að ég vil alltaf trúa hinu besta á fólk þar til ég reyni eitthvað annað.  Svo var með Ólöfu Nordal.  Hún kom ný eftir töluverða fjarvist  frá hópi þingmanna inn í ráðherrahópinn.  Kannski lífsreynslunni ríkari. En hvað upplifum við svo þegnar hennar í dag?  Einn eina Hönnu Birnu,  Vigdísi, enn eina Ragnheiði Elínu, hún lætur út úr sér eina af
lykilsetningum ársins.  Sem sýnir áframhaldandi spillingu, áframhaldandi vonleysi um leiðréttingu heilamiðstöðva.  Spillingin á að ríkja, hin fullkomna hlýðni við flokkinn: 

„Ég met það sem svo að hún hafi afhent þessi gögn í góðri trú með þá vissu að það væri verið að kalla eftir þeim af einhverri ástæðu. Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í því starfi sem hún gegnir og tel að hún hafi unnið þetta af heilindum.“

Fyrst sá ég talað um „í góðri trú" það var slæmt en að bæta svo við að afhenda gögn af því að það væri kallað eftir þeim af einhverri ástæðu !!!! Það kórónar allt. Vinur minn talaði um Groundhog day, þið vitið, þetta sem endurtekur sig eins á hverjum degi.  Enn er innanríkisráðuneytið rúið trausti, eins og mörg önnur.  

Þar mun spillingin ein ríkja.  

Eins og George Orwell skrifaði:

og