mánudagur, 25. nóvember 2013

Sigmundur Davíð: Að gefa eftir tekjur eða ekki

Við lifum furðulega tíma.  Þar sem orðavaðall valdsmanna fá mann til að svelgjast á í morgunkaffi sunnudagsins. Þar verður
að segjast að fremstur í fylkingu er sjálfur Forsætisráðherrann, karlinn ungi sem hvatti alla til að slíðra sverðin og bera klæði á vopnin.  Nú er öldin önnur.  Ráðherrann flytur ræðu yfir flokksmönnum sínum þar sem alhæfingar ráða ríkjum og tölur eru ekki til hjá þessum ágæta dreng, ég birti frásögn Ríkisútvarpsins hér að neðan í heilu lagi annað er ekki hægt. Stríðsvilji þessa karls er óbugandi og rök ekki vinsæl.

Auðvitað er vandinn i dag ekki bara hér og nú, það vita allir, sem muna að halli ríkissjóðs árið 2009 var 200 milljarðar, munið það lesendur góðir 200 þúsund milljónir króna.  Við vorum með ríkisstjórn sem tóks að minnka þennan halla niður í nokkra milljarða króna.  Það voru ótal liðir sem þurfti að fjalla um ekki bara heilbrigðismál, við vitum það að of harkalega var gengið að heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar ekki var komið að góðu búi eftir góðærið.  Við bjuggum við neyðarástand, og það ástand hafði orðið til við gegndarlausa frjálshyggu xD og xB á annan áratug.  Sem gerði það að verkum að eftirlit með rekstri og útblæstri einkareksturs var óvinsælt og fjármálamenn sérstaklega í bankakerfinu fóru langt fram úr sjálfum sér og ríkisvaldið var ekki í stokk búið að grípa til aðgerða heldur dansaði með fram að hausti 2008.  Þetta hafa hægristjórnmálamenn neitað að viðurkenna og voru þar fremstir í fylkingu Bjarni Benediktsson (með Davíð í baksætinu) og Sigmundur Davíð sem héldu margar æsingaræður þessi ár sem hamrað var á framkvæmdum sem ætti að fara í (sem enginn peningamaður hvori innlendur né erlendur vildi fara í) og hjá þeim var aldrei skortur á fé fyrir ríkissjóð.  

Og forsætisráðherran hugumstóri segir:  „Á ranga forgangsröðun á síðasta kjörtímabili og endalausan niðurskurð í grunnþjónustunni. Niðurskurð sem við erum núna að snúa við og vinda ofan af.“

Það er vinsælt að tala um grunnþjónustu, og oft er leikið með tölur og flokka þar, samt var minna skorið niður í heilbrigðis og velferðarmálum en öðrum flokkum. En málið var að núverandi ríkisstjórn stóð frammi fyrir því að hafa tækifæri til sóknar í þessum málaflokkum ef þeir hefðu getað siglt framhjá grundavallarhugmyndum nýfrjálshyggjunnar, það er lægri skatta á hátekjufólk og fyrirtæki og algjör kúvending í álögum á sjávarútveg. Það gerðu þeir ekki og sitja því með vafasaman grunn að byggja á í þessum málum sem skipta flesta máli.  Þeir hugsuðu meira um þá fáu heldur en þá mörgu. Það er hugmyndafræði sem stjórnar Fjárlögunum 2014. 

Þessi orð formannsins fær mig og marga aðra  til að svelgjast illilega á eftir að hafa skoðað og hugleitt fjárlögin í byrjun október:   „Það er til dæmis ekki verið að skera niður í heilbrigðisþjónustunni, þar er þegar að verða viðsnúningur, og það er raunar ekki heldur hægt að tala um að það sé verið að skera niður á sviðum þar sem við erum gagnrýnd fyrir að skera niður að undanförnu. Ég nefni sem dæmi rannsóknir, kvikmyndagerð, skapandi greinar.“


Svo mörg voru þau orð. En hérna að neðan er kjarni ræðu hans. Þeir sem eru tölufróðir ættu að skoða svar Fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar frá 2012.  Þar er margur fróðleikur sem sýnir manni ýmislegt í öðru ljósi en barnslegur málflutningur Forsætisráðherra.  Eins og þessi: 
21,0%19,5%20,3%

Þetta er Hlutfallsleg skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 2009–2011. 
Og þetta er heilbrigðisgeirinn. Hér er engin stórkostleg niðursveifla en færri krónur voru á milli handanna.  

 Svo rakst ég á ágæta grein Indriða Þorlákssonar 2 daga gamla á Eyjunni þar segir hann meðal annars:


Niðurskurður niðurskurðar vegna
Sá niðurskurður opinberrar þjónustu, sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu, er ekki byggður á haldbærum efnahagslegum forsendum en gengur þvert á þær. Hann er ekki heldur nauðsynlegur vegna stöðu ríkisfjármála. Svo virðist sem að tilgangur niðurskurðar nú sé hugmyndafræðilegur og hann sé til þess ætlaður að draga úr velferðarkerfinu þvert á þá stefnu sem víðtæk sátt hefur verið um í samfélaginu. Tímabundnar og yfirstíganlegar þrengingar í efnahagsmálum og ríkisfjármálum á ekki að nota til að knýja fram án umræðu róttækar breytingum á þjóðfélagsgerðinni. Niðurskurðurinn á ekki að vera niðurskurðarins vegna.  

Já þetta er ríkisstjórnin sem gefur ekki eftir tekjur. Góðar stundir, lesendur góðir.


Forsætisráðherra segir að vandinn sem við sé að stríða í heilbrigðiskerfinu sé afleiðing af gegndarlausum og blóðugum niðurskurði síðustu ríkisstjórnar. Hann segir að núverandi ríkisstjórn sé í raun að auka framlög til heilbrigðismála, rannsókna og skapandi greina.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn er á Selfossi um helgina að fyrstu mánuðir nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefðu einkennst af mikilli umræðu um heilbrigðismál.
Hann segir bága stöðu heilbrigðismála núna vera afleiðingar af frestunaraðgerðum síðustu ríkisstjórnar. Vandinn liggi ekki í fjárlögum ársins 2014, hann liggi í síðustu fjórum árum. „En við erum að snúa þeirri þróun við.“
Sigmundur Davíð segir að ranglega sé fjallað um erfiða stöðu í heilbrigðismálum eins og það sé sök núverandi ríkisstjórnar. „Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Hún lokaði heilum spítala. Það var varla sagt frá því í fréttum. Á meðan hér er hamrað á vandanum í heilbrigðiskerfinu og hann tengdur núverandi ríkisstjórn, í stað þess að setja hann þar sem hann á heima: Á ranga forgangsröðun á síðasta kjörtímabili og endalausan niðurskurð í grunnþjónustunni. Niðurskurð sem við erum núna að snúa við og vinda ofan af.“
Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi tekið þá ákvörðun strax í upphafi kjörtímabilsins að byrja á erfiðu málunum og vinda ofan af skuldasöfnun síðustu ríkisstjórnar og mistökum fortíðar. 
Merki þessa mætti sjá í frumvarpi nýrra fjárlaga. Engu að síður sé varla hægt að tala um niðurskurð í fjárlögum miðað við það sem búast hefði mátt við. „Það er til dæmis ekki verið að skera niður í heilbrigðisþjónustunni, þar er þegar að verða viðsnúningur, og það er raunar ekki heldur hægt að tala um að það sé verið að skera niður á sviðum þar sem við erum gagnrýnd fyrir að skera niður að undanförnu. Ég nefni sem dæmi rannsóknir, kvikmyndagerð, skapandi greinar.“
Upphæðin sé kannski heldur lægri en ef miðað væri við fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar sem Sigmundur segir að hafi í raun ekki verið áætlun, heldur kosningaplagg. „Ef við lítum á reynslu allra undanfarinna ára, 2012, 2011, 2010 og förum aftur fyrir efnahagshrunið, 2007, 2006, þá erum við að auka verulega framlög til þessara greina; til rannsókna, til skapandi greina, og að sjálfsögðu erum við að snúa þróuninni við hvað varðar undirstöðurnar.“
Sigmundur Davíð segir að umræðan um sjávarútvegsmál sé á villigötum og tiltók þar sérstaklega þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afnema sérstaka veiðigjaldið, sem stjórnarandstaðan hafi gagnrýnt harkalega og talað um milljarða tap fyrir ríkissjóð. „Sjávarútvegurinn mun skila meiri tekjum núna í heildina heldur en nokkurn tíma í sögu landsins og samt leyfa menn sér að koma fram og halda því fram að þessi ríkisstjórn sé á einhvern hátt að gefa eftir tekjur.“ RUV 25.11.2013