mánudagur, 14. nóvember 2016

Mild framtíð og bjartsýnt fólk.

Það er til bjartsýnt fólk. Sem dreymir um að milda Sjálfstæðisflokkinn. Gera hann góðan. Svo forystufólk hans hætti að fela fjármuni sína. Sjái að það þurfi að borga meiri skatta til að bæta heilbrigðis og velferðarkerfið. Hætti að nota Lögfræðingaskara til að sjá um að frádráttar-
                                                       

                                       
liðirnir verði sem flestir og stærstir.  Hætti að nota Morgunblaðið til að afvegaleiða umræðu undir stjórn Bubba og Útgerðarauðvaldsins.  Ungir XD liðar hætti að snæða Humar með Kampavíni um helgar meðan þeir bíði eftir þingsæti? 

Ekki hef ég tekið eftir stórvægilegum breytingum á stefnu XD í Kópavogi eða Hafnarfirði. Í samstarfinu við Bjarta Framtíð. Það sem ég hef séð eru furðuleg mál í Hafnarfirði. Þar sem nýfrjálshyggjan blómstrar. Og starfsfólki gefið í skyn að best sé að halda sér á mottunni. 

Kannski fást Sjálfstæðismenn til að breyta klukkunni, þá verður Lífið bjartara. 



Þetta sagði Björt í RUV:

„Mér myndi aldrei detta í hug að koma tilbaka til hans og annarra í Bjartri framtíð með stjórnarsáttmála sem hann gæti ekki verið stoltur af og við,“ sagði Björt Ólafsdóttir í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Hún bendir á að flokkurinn sé í góðu meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í stórum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Hafnarfirði og hún segir að það þurfi að milda Sjálfstæðisflokkinn.
„Já, það þarf að gera það, að mínu viti. Þess vegna erum við í stjórnarmyndunarviðræðum við þau. Ég meina það eru mörg atriði þar sem við erum sammála, hugsanlega getum við dregið Sjálfstæðisflokkinn í það að vera frjálslyndari flokk að einhverju leyti, ég ber miklar vonir til þess.“