miðvikudagur, 3. september 2014

Björn Bjarnason og Hanna Birna

Björn Bjarnason skrifar blogg í gær, þar sem hann ræðir um „heiftina" í garð Hönnu Birnu og skrítið að xD bæti við sig í skoðankönnunum.  Síðan þyrlar hann upp gamalli frétt sem allir þekkja sem fylgjast með stjórnmálum.  Sem sagt ekkifrétt. 

Ef þetta væri svo einfalt þá hefðu Lygar Hönnu Birnu verið óþarfar með öllu. Björn eins og margir Sjálfstæðismenn neita að horfast í augu við: 

 Hanna Birna hefur orðið missaga og margsaga frá upphafi þessa máls.
Enginn annar en hún hún og aðstoðarmenn hennar hafa getað komið nálægt þessu máli. 
Hvað sem að baki bjó hjá þeim er erfitt að ímynda sér, helst virðist vera rasismi á ferðinni.
Seinna bréf umboðsmanns Alþingis sýnir í eitt skipti fyrir öll hin óeðlilegu vinnubrögð Hönnu Birnu.
Enginn ráðherra hefur nokkurn tíma beitt jafn miklu falsi, við Alþingi og þjóðina. 


 En að fyrrverandi dómsmálaráðherra skuli verja flækjuvef Innanríkisráðherra.  Þegar búið er að rekja sorglegan feril hennar á mörgum stöðum, bæði í fjölmiðlum og bloggi.  

Ég vil nú samt taka undir það með Birni hve dapurlegt það er að svo stór hluti íslensku þjóðarinnar loki augunum fyrir svikabralli ráðherra og aðstoðarmanna hennar.  En gleymum því ekki að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér. 

Hér er blogg Björns Bjarnasonar: 

Miðað við heiftina í umræðunum um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins, hafa vafalaust ýmsir talið víst að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í ágúst. Í ríkisútvarpinu var í kvöld upplýst að hið gagnstæða hefði gerst. Fylgi flokksins hefði þvert á móti aukist lítillega, það er um 0,5 stig í 28%.
Í umræðunum um lekamálið hefur markvisst verið unnið að því að draga fjöður yfir tilefnið sem að baki því býr. Til að rifja það upp má meðal annars benda á þessa frétt í ríkisútvarpinu frá 20. nóvember 2013: http://www.ruv.is/frett/haelisleitandi-grunadur-um-mansal. Hún hefst á þessum orðum:

„Lögreglan leitar enn hælisleitanda sem senda átti úr landi í gær. Útlendingastofnun synjaði manninum um hæli en hann hefur dvalist hér á landi í um tvö ár. Maðurinn er grunaður um aðild að mansali.
Lögmaður mannsins fullyrðir að umbjóðandi sinni, Tony Omos eigi von á barni með nígerískri konu hér á landi og því ætti ekki að stía þeim í sundur. Konan er ein af níu nígerískum konum sem hingað komu fyrir um einu og hálfu ári. Nokkrar þeirra voru vanfærar og 7 þeirra dvöldust í Kristínarhúsi, athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og fæddust þar þrjú börn.“