Mér finnst nú algjör óþarfi að vera að snörflast út í Forsætisráðherra okkar þótt hann sé með smá sýkingu. Það er nú bara eðlilegt sagði vinur minn: „ Þetta fylgir starfinu það er mjög eðlilegt að maður í hans stöðu fái verðbólgu í hagfótinn. Sjáðu Ríkharð þriðja hann fékk bandorma í sig." Ég skildi nú ekki alvega samanburðinn. En hann sagði að það væri ekki von ég væri með staurfót. Sjáðu, sagði hann: „Staurfótur Hagfótur." Já hann vinur minn er ekki alltaf auðskiljanlegur, enda verið á framfæri ESB of lengi. Því eins og leikarinn sagði um árið: Behind every great man is a woman rolling her eyes. Ég hugsa þetta eigi bæði við um Obama og forsætisráðherrann okkar.
Og allir bíða eftir svarinu um náðun Sigurðar Kárasonar. Dularfyllsti atburður vikunnar. Stundum kann forseti vor að þegja. Og Vigdís Hauksdóttir. Eða hvað?