Gaman að sjá þá leika sér á bernskuslóðum mínum, Retro Stefson félagana, ég var tvö sumur hjá ömmu minni í Stígprýði á Eyrarbakka. Þetta er óður til þessa einstaka umhverfis, þessi dásamlegu hús sem hafa fengið nýja ævidaga, líta mörg út betur núna heldur en þá. Það voru öðruvísi hreyfingar heldur en hjá Unnsteini og Haraldi í denn , fótbolti á túninu við hliðina á Litlahrauni þar sem Gunnar Huseby æfði kúlu hinum megin við girðinguna, fjaran var alltaf endalaus uppspretta hugmynda og leikja, bátarnir í slippnum, njólarnir voru sverð. Þeir félagar dansa fyrir austan húsið mitt ! Svo var alvara lífsins ná í kýrnar hans Manga frænda, kartöfluupptekja í 2 mánuði oft ansi erfitt, heyskapur úti á engjum. Já, þetta voru aðrir tímar, Veröld sem var. Sæt í minningunni.
https://youtu.be/ZaUM-yG8IAA