miðvikudagur, 8. janúar 2014
Ráðgjafinn góði: Björn Ingi hjálpar Sigmundi Davíð
Sigmundur Davíð velur sér ráðgjafa á bak við tjöldin, auðvitað þarf það að vera spillingagossinn Björn Ingi, ég skil ekki þá sem dandalast með honum á Pressunni og Eyjunni. Hann sýnir það vel hversu gamla liðið tengist enn flokknum þrátt fyrir allan fagurgala yngra fólksins um kynslóðaskipti. Hver var það sem fjármagnaði Pressuna í upphafi er það ekki VÍS og hver var það annar en Ólafur Ólafsson? Hver var það sem hleypti Birni Inga að peningakötlunum þótt það færi ekki vel. Svo ræða menn um breytt samfélag. Og hinn vammlausi forsætisráðherra treystir þessum karli best.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)