mánudagur, 24. febrúar 2014

Vigdís Hauks þjónar hagsmunum herra sinna.....

Ætli það sé kominn tími á inntökupróf inn á Alþingi.
Eftir seinustu afrek VH virðist ekki annað sjáanlegt en þörf sé á. Ég held að mörgum landanum hafi svelgst á fyrri hluta dagsins þegar þeir heyrðu eða sáu landafræðikunnáttu hennar.  Og auðvitað berst hún um á hæl og hnakka ef minnst er á orðaskilning hennar.  En það er einmitt það sorglega, málskilningur hennar og þekking eru óhugnanlega fátækleg. Það er leiðinlegt að þurfa að ræða um slíkt í fjölmiðlum.  En fjölmiðlar eru hennar leikvangur hún notar þá til að koma fram óhugnanlegum boðskap sínum.  Ég veit ekki hvort kjósendur hennar og flokksfélagar gera sér grein fyrir hugmyndheim hennar.  Því miður virðast þeir vera fleiri í flokknum hennar sem hafa sömu sýn. Sem gera Framsóknarflokkinn að öfgahægriflokki.  Tedrykkja hefur stóraukist þar.  Og eflaust er þambað Malt þar alla daga. 

Auðvitað reynir hún á sinn takmarkaða hátt að koma orðræðunni á það plan að það sé hungursneyð í Evrópu.  Kona með bein í nefinu, benti á það í fésbókinni hvað átt væri við með hungursneyð.   Það er ekki það sama sem VH heldur. 

En hún virðist þjóna hagsmunum flokks síns og xD.  Þar ríkja  foringjar sem nota dimma og drunalegar leiðir.  Til að koma landinu okkar á vonarvöl.   Allt snýst um blint hatur á fyrrverandi ríkisstjórn, allt snýst þetta um að gleyma dýrustu ákvörðunum sem valdamenn þeirra tóku til að þjóna hagsmunum þeirra fáu, allt er gert til að þurrka út orðmyndina Hrun.  Meira að segja margir þeirra manna sem kosið hafa xD í áratugi eru búnir að fá nóg.  Þeir sjá einangrunarleiðina sem er framundan.  Þeir sjá að þar sem heimska og hlýðni fara í sömu kerru þar er stutt í útafakstur.