sunnudagur, 12. janúar 2014

Líf og fjör í ráðuneytum: Hefur eitthvað breyst?

Skrifræði og klíkuskapur hefur löngum einkennt stjórnun á Íslandi, skemmtileg grein í dv.is sýnir það vel í dag.  

Stjórnendur á vergangi

Skrifstofustjórar án skrifstofu með 700 þúsund krónur í laun á mánuði
Þegar ráðuneyti voru sameinuð á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um það innan veggja hins nýstofnaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að svipta skrifstofustjóra ekki þeirri stöðu þrátt fyrir að skrifstofum fækkaði í hinu nýja ráðuneyti. Fyrir vikið starfa fjórir skrifstofustjórar í ráðuneytinu án þess að sinna starfi skrifstofustjóra. Síðan þessar breytingar voru gerðar hafa minnst tveir skrifstofustjórar verið ráðnir inn.

Sama er í velferðarráðuneytinu 9 skrifstofustjórar en 6 skrifstofustjórar.  Já, það er líf og fjör í ráðuneytunum. Það eiga að vera 20 skrifstofustjórar en þeir eru 7 í viðbót.   Og þá er kerfið í rusli.  Búið að ráða fleiri nýja og öðrum má ekki hrófla við.

Svo er stöðugt rætt um sparnað við hátíðleg tækifæri, þeir sem ætla að einfalda stjórnsýsluna gera hana bara flóknari. Svo er alltaf , vinir, kunningjar, flokksfélagar og ættingjar   sem þarf að hjálpa og taka tillit til. Aldrei fleiri aðstoðarmenn og nógu langt í næstu kosningar svo það er óþarfi að hafa áhyggjur í bili.  Munum líka að þetta er ekki bara svona hjá ríkinu.  Hver man ekki heila sveit ungra sjálfstæðismanna í Landsbanka Björgólfanna og samvinnuhreyfingarráðningar forðum daga.  Hefur þetta eitthvað breyst???