Auðvitað ættum við að standa við Landspítalann með spjöld þar sem við lýsum yfir áhyggjum okkar.
Þúsundum saman. Við sem erum að eldast erum full af kvíða. Stutt í alvarlega sjúkdóma. Og hvað er að gerast?
Margir færustu læknar landsins að segja upp segja bless. Hvað ætla þeir að gera?
Sumir fara til útlanda.
Aðrir fara að verðleggja sig á einkamarkaði. Það hvarflar að manni að það sé draumur Bjarna Ben. Slíkur markaður er til vitum við. Í sambandi við augnaaðgerðir og fleira. Svo þegar ríkið verður að greiða hærra verð fyrir einkareksturinn þá verður auðvitað að hækka hlut sjúklinga.
Við eigum eftir að leggjast inn á þessa fátæktarstofnun, þeir ríku skreppa til útlanda eða á einkastofnun þar sem er dekrað við þá af læknaelítunni.
Við erum að horfa upp á ósvífna hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar Thatcher og Reagna lifa góðu lífi á Íslandi. Ráðamenn lesa ekki álit OECD um misskiptingu. Þeir gefa skít í slíkt. Framsókn seldi lánalækkunina dýru verði. Afhentu xD uppstokkun á ríkinu. Þeir taka til starfa á stundinni. Í skólamálum, fjölmiðlamálum, menntamálum, atvinnumálum, verðmyndunarmálum. Og nýíhaldsstefna Framsóknar bætir um betur í orkumálum. Hin fullkomna hryllingsstjórn.
Góðan daginn elsku þjóð, nú erum við sem ráðum.
Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og bið að við komumst á lífi út úr þessari íhaldskvörn.