mánudagur, 26. september 2016

Lygar í stjórnmálum og fjármálum

Það eru ýmsar skoðanir og upplýsingar sem herja á okkur.  Píratar eru óhæfir segir Týr í Viðskiptablaðinu, það er nú svona með þá sem skrifa undir dulnefnum, hverjir það eru.  Vonandi ekki Árni Johnsen eða Óli Björn Kárason.  En fullyrðingin er nokkuð sem vert er að velta fyrir sér.  Þingmenn sem taka ekki afstöðu í stórum málum þjóðarinnar.  Eins og þrímenningar hafa stundað.  Samt verður nú að segja að með  Pírötum kom ferskur blær inn á Alþingissviðið.  Þeir voru oft skeleggir en skrítið var að setja þeirra besta mann út.  Það er margt sem þeir verða að herða sig í á næsta tímabili.  Og kerfi þeirra er alltof gloppótt.  Þessi hugmynd um betri pólitík er fölsk, stjórnmálabrellur og brögð eru strax komin í ljós í þeirra röðum.  Það fylgir pólitík að slíkt sé til. En auðvitað er best að hafa sem minnst af slíku...... það er ekki alltaf auðvelt......

Framboðskostnaður Forsetaframbjóðenda er að koma í ljós.  Menn verða að vera sæmilega fjáðir til að taka þátt í slíku.  Uppundir 30 milljónir í kostnað er dálagleg summa.  Vonandi eru þetta réttar tölur. Mér finnst skrítið að sá frambjóðandi sem var með langmestar auglýsingar í sjónvarpi hafi ekki eytt meiru en 9  millum.  

Svo er það gömul frétt um Hannes Smárason og Fons. Sem er á síðum RME Reykjavík Media sem hafði farið fram hjá mér.  Ætli þetta mál sé úr sögunni?  Hjá Sérstökum?  Þarna virðast allir viðriðnir hafa logið og logið.  

Eins og stjórnmálamenn á Íslandi gera.  Fjármálaráðherra hefur tekið góða syrpu í seinustu viku, og dans hans og framámannanna í seinustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu er dýrleg.  Spurning er hver lýgur ekki í Framsóknarhópnum.  
 

Óhæfir Píratar

„Þingmenn Pírata eru í raun ekkert annað en milliliður brjálaðra æsingamanna á netinu og almenningsins sem þeir eiga að þjóna sem kjörnir fulltrúar“




Framboð Davíðs kostaði 27,7 milljónir

Framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands kostaði 27,7 milljónir. Framboð Höllu Tómasdóttur kostaði hins vegar 8,9 milljónir. 

Hannes Smárason var huldumaðurinn í Pace

12. maí, 2016