Kári Stefánsson er merkur maður, hann fer ekki troðnar slóðir, stundum er hann eins og gamall húðarjálkur sem enginn getur ráðið við, dómskerfið skelfur undan þessum furðufugli. Stundum er hann eins og sá sem þekkinguna, góðsemina og valdið hefur. Þá stöndum við mörg með honum. Þá erum við blind fyrir veikleikum hans. Nú er hann minn maður. Undirskriftasöfnunin sem hann hefur hafið til eflingar Heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef
kynnst biðlistunum og margir kunningjar mínir, ég beið í 9 mánuði eftir að komast í hnéskiptaaðgerð á hægra hné. Nú hef ég beðið í 15 mánuði eftir að vinstra hnéð mitt verði tekið fyrir. Ætli ég sé ekki búinn að missa á þriðja ár af lífi mínu vegna biðlista af mínum 68 árum. Þegar maður er kominn á þennan aldur er hvert ár dýrmætt.
Mínir dýrðardagar eru að ganga skógarslóða eða stíga á fjöll. Það hef ég ekki getað í 4 ár. Ég er ekki einn um það. Tæp 6000 manns eru á biðlistum og margir hafa beðið ansi lengi. Með margs kyns kröm, frá hjörtum í hné. Því styð ég og skrifa undir í Endurreisn heilbrigðiskerfisins. Það er kominn tími til að rísa upp gegn blindum stjórnmálaforkólfum. Sem meta úrelta hugmyndafræði meira en líf samborgara sinna. Skrifið þið líka undir.
kynnst biðlistunum og margir kunningjar mínir, ég beið í 9 mánuði eftir að komast í hnéskiptaaðgerð á hægra hné. Nú hef ég beðið í 15 mánuði eftir að vinstra hnéð mitt verði tekið fyrir. Ætli ég sé ekki búinn að missa á þriðja ár af lífi mínu vegna biðlista af mínum 68 árum. Þegar maður er kominn á þennan aldur er hvert ár dýrmætt.
Mínir dýrðardagar eru að ganga skógarslóða eða stíga á fjöll. Það hef ég ekki getað í 4 ár. Ég er ekki einn um það. Tæp 6000 manns eru á biðlistum og margir hafa beðið ansi lengi. Með margs kyns kröm, frá hjörtum í hné. Því styð ég og skrifa undir í Endurreisn heilbrigðiskerfisins. Það er kominn tími til að rísa upp gegn blindum stjórnmálaforkólfum. Sem meta úrelta hugmyndafræði meira en líf samborgara sinna. Skrifið þið líka undir.
ENDURREISUM HEILBRIGÐISKERFIÐ
Heilbrigðiskerfi er einn af hornsteinum
nútímasamfélags og sýnir vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru
sjúkir og meiddir. Gott heilbrigðiskerfi endurspeglar sjálfsagða samhygð
en lélegt heilbrigðiskerfi óásættanlegan kulda gagnvart þeim sem eru
hjálpar þurfi. Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi
stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé
ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.
Það hefur ekki fylgt framþróun í
læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og
helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að
hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun
heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða
stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið
stöðug og samfelld.
Íslendingar eyða því sem nemur 8.7% af
vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og er það langt undir meðaltali
á Norðurlöndum. Það er mat þeirra sem gerst þekkja til að við þurfum að
eyða allt að 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál vegna þess
að við erum fá og dreifð sem gerir þjónustuna dýrari en meðal stærri og
þéttbýlli þjóða. Þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar um
aldarfjórðungsskeið hafa ekki haft að því frumkvæði að fjármagna
heilbrigðiskerfið eins og skyldi, ætlum við undirrituð að taka
frumkvæðið með eftirfarandi kröfu.
Kári Stefánsson