þriðjudagur, 16. júlí 2013

Ríkisstjórn: Á röngum slóðum

Það hlýtur að vekja áhuga hjá fleirum en mér að lesa hugleiðingar Vigdísar Hauksdóttur um verklag og skipulag efnahagsmála.  Hvert virðist hún ætla að leita fyrirmynda?  Til Bretlands.  Hvernig gengur efnahagslífið í Bretlandi.  Ansi erfiðlega. 

Ríkisstjórnin og Sparnaðarnefnd virðist ekki ætla að læra af fyrri ríkisstjórn hér á landi sem náði betri árangri en íhaldsstjórnin breska.  Sem tókst að halda jafnvægi skulda og útgjalda.  Lækkaði hægt og sígandi Hrun stjórnanna á undan. Það þarf ekki annað en að líta á stöðu Ríkissjóðs frá 2009-2012 til þess.  Í staðinn byrjar stjórnin með vafasömum trompum og gjöfum til þeirra sem hafa það best í okkar þjóðfélagi.  Útgerðarinnar. 

Svo verður fróðlegt að sjá hvernig nefndin umrædda ætlar að starfa, er hún búin að ráða sér sérfræðinga, stjórnsýslufræðinga og hagfræðinga til að hjálpa henni við þetta vandasama verk? Ætlar hún að leita til erlendra sérfræðinga?  

Það vekur undrun okkar áhugamanna um stjórnmál og góðan rekstur samfélagsins hversu þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið illa undirbúnir að taka við völdunum.  Við áhugamennirnir vissum að það hafði verið erfitt að reka Þjóðarbúið seinustu árin eftir mesta Hrun Efnahagskerfis á Vesturlöndum seinustu áratugi.   Og ríkisstjórnin fyrrverandi var á réttri leið hægt og sígandi. Því kom það á óvart að fyrstu verk stjórnarinnar nýju var að minnka tekjur ríkisins svo milljörðum skipti.

Því veldur það okkur áhyggjum  ef ein Fjögurra manna nefnd með fólki sem hefur verið þekktara fyrir glannalegar yfirlýsingar en raunhæfar tillögur á að leysa vanda okkar. Það er okkar áhyggjuefni.  


Það vekur undrun mína hversu hart vinstri menn bregðast við þessu verklagi sem ríkisstjórnin leggur til. Því er fundið allt til foráttu og talað niður sem aldrei fyrr. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra landsmanna að hafa ríkissjóð vel rekinn. Megin markmið ríkisstjórnarinnar er að forgangsraða og koma atvinnulífinu af stað. Í því felast feikileg tækifæri ef rétt er staðið að málum. Er ríkisstjórnin síður en svo að feta nýjar brautir í þeim efnum. Ef litið er til Bretlands þá hefur George Osborne fjármálaráðherra boðað mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum til að draga úr hallarekstri hins opinbera þar í landi. Hlífa á grunnstoðunum þar eins og t.d. heilbrigðis – og menntakerfi en auka á fjármagn til uppbyggingar innviða samfélagsins. (Vigdís í bloggi sínu).