Sú var tíð þegar hægri menn dilluðu sér yfir klofningi vinstri manna.
Það væri nú allt annað á þeirra væng. Þar var algjör samstaða yfir grunnsjónarmiðum og hugmyndum.
Nú er öldin önnur. Hver höndin upp á móti annarri.
ESB atkvæðagreiðsla og hlýðni forráðamanna flokksins við forystu Framsóknar er með endemum.
Sviksemi og fláráðshyggja ráðherra á sér engin dæmi.
Loforð margra ráðherra í aðdraganda kosninga um atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Einstök vinnubrögð Innanríkisráðherra í flóttamannamálum sem í öllum siðmenntuðum löndum hefðu kostað ráðherrastól. Mannvonska og bellibrögð í hávegum höfð. Lygar frammi fyrir alþjóð.
Svo nú eru það hægri menn sem eru klofnir í herðar niður.
Mörgum einlægum sjálfstæðismönnum er brugðið. Eru farnir að skrá sig úr flokki allra landsmanna og stétta.
Já, lesendur góðir. Nú eru aðrir tímar.