mánudagur, 16. mars 2015

Stríð og friður: Drónar og stjórnmálapeð

Það er andstyggilegt að horfa á þessa drónamynd sem birtist á danska sjónvarpsvefnum, Dr.dk. 
Dróninn skríður yfir þessu eyðileggingarlandslagi sem Ísraelsmenn ollu viljandi, tilgangurinn var að skemma eyðileggja og drepa sem flesta.  Þegar maður horfir á þessar rústir þá á maður erfitt með að ímynda sér að þarna býr fólk sem á ekki í neitt annað hús að venda. Ennþá erfiðara er að skilja þörfina að leggja líf þeirra í rúst.

Þetta er ekki eini staðurinn sem svona sjón blasir við.  Búið er að rúsa blómlegu ríki Sýrlandi á 4 árum, milljón íbúa borgir eru rústir einar.  Við sjáum engan endi á þessu.  Nóg er hægt að útvega vopn endalaust.  Vesturveldin og Rússland halda átökunum gangandi og ISIS hernaðurinn hefur ekki gert vandamálið minna. Þessi átök skríð yfir í okkar heimshluta, í Úkraainú eru borgir í austrinu orðnar rústir einar.  

Sameinuðu þjóðirnar eru sama marki brenndar, þar eru öryggisráðið sem er lamað vegna neitunarréttar stórveldanna.  Friðar hugtakinu er lítið hampað þessa dagana.  Við sem látum okkur dreyma um slíkt erum einhverjir furðufuglar.  Hjá okkur hér á Íslandi, eru það fáráðaákvarðanir stjórnmálapeða sem fá okkur til að skjálfa og titra.  Við erum ennþá heltekin afleiðingum Hrunsins. Ótalmargt sýnir það.  Stærri vandamál eins og styrjaldir eða umhverfisógn eru ekki á dagskrá. 

Svona er Ísland í dag. Svona er heimurinn í dag.




Gaza