þriðjudagur, 9. júní 2015

Verkföll: Á fólk að hrynja niður?

Nú er ríkisstjórnin í sigurvímu, haftaaðgerðum vel tekið. Loksins slá þeir í gegn hjá þjóðinni.  Þrátt fyrir ýmsa bömmera Framsóknar þar sem ekki er til neitt sem heitir þagmælska, og allt á að gleymast nema sterku mennirnir tveir sem unnu að þessu.  Enginn Seðlabankastjóri eða starfsfólk Seðlabanka og ráðuneytis, engin fyrrverandi stjórn, enginn Steingrímur, Jóhanna eða Indriði.  Gunnar Bragi þarf auðvitað að skrifa smágreinarkorn í Fréttablaðið í morgun og upphefja sinn flokk og formann. Þar sem
gleymist þáttur allra flokka í þessu seinustu árin. Og sérfræðingar valdir af fyrri stjórn.  Þar sem okkur tókst að vera sammála. 

En enn eru margir á tánum, þar á meðal ég, fær Fjármálaráðherra að leika með fé og úthluta eignum, við þekkjum Nepótisma hans, ættingjar og vinir eru líka hrægammar í okkar þjóðfélagi.  Þeir eru ekki bara í útlöndum. 

En ....... þetta fræga enn, þótt maður sé í sigurvímu, þá eru sjúkrahús í sjálfheldu, fjöldi mannslífa í hættu.  Enn berja stjórnarliðar hausnum við Stjórnarráðsvegg.  Kröfur um menntun og mat á henni eru ekki á dagskrá.  Opinberir starfsmenn eru alltaf óvinir íhaldsafla, kommar og umhverfissínnar.  Ætlar Bjarni Benediktsson að mæta fyrir dómstóli þegar dánarmein koma í ljós????