sunnudagur, 31. júlí 2016

Gísli Björgvinsson: 3 stökur

Tengdafaðir minn sálugi, Gísli Björgvinsson sem bjó alla ævi sína í Breiðdal, var góður hagyrðingur, sérstaklega þótti honum gaman að fjalla um stjórnmál. Vísur sínar skrifaði hann oftast á pappírinn sem vafinn var utan um Þjóðviljann, með heimilisfangi  hans á:


Gísli Björgvinsson
Þrastarhlíð Breiðdal S-Múl.

760 Breiðdalsvík

Um daginn fann ég í dóti hjá mér þrjár stökur sem lýsa vel áhugamálum hans og vísnagerð:

„Heyrið lýðir heims um ból."
hljóðbært Alfreð gerði.
Hér fást magreynd manndrápstól
 á mjög svo góðu verði.

Þarna er auðsjáanlega verið að vitna í þegar Alfreð Þorsteinsson, Frammarinn og Framsóknarmaðurinn góði,  var forstjóri Sölunefndar Varnarliðseigna. 

Kalda stríðið og Atómvopn voru honum áhyggjuefni, en kaldhæðni hans var oftast til staðar. 

Atómvopna afli fyrst
allir sem að friði stefna.
Undarlegt það er með Krist
að aldrei skyldi hann þetta nefna.

Við hætta viljum bæði lýð og landi
lofsvert hve vor fórnarlund er rík.
En ekki verður Wasington að grandi
sú vetnissprengja er eyðir Keflavík.

Já lesendur góðir, þetta var tómstundariðja hans, að skrifa á bréfmiðja, smástöku.  Eflaust hafa þær margar týnst en töluverður fjöldi er til.  Enn, daginn í dag, skilur maður umfjöllunarefni hans.