þriðjudagur, 12. maí 2015

Stór hópur Þorpsfífla

Það er margt athyglisvert í ræðu Jóns Daníelssonar í morgun á fundir SA um höftin. Samt er ég efins, of margir hafa orðið hag í óbreyttu ástandi þeir sem geta smeygt sér fram hjá kerfinu þeir sem eiga okkur þessa venjulegu Íslendinga, eiga falda peninga fyrir gjaldeyrisneyslu í útlöndumm, meðan við þurfum að fara með bænarsvip í Bankana..  Sumt er skrítið hjá Jóni,
við réðum ekki við okkar mál.  Af því að við hleyptum fjármálamönnum of langt, við heyrum á hvejum degi núna fréttir af réttarhöldum yfir þeim þar sem siðleysið blómstraði.  En spillingin er til staðar eins og Jón bendir réttilega á, það þarf ekki nema að horfa a vinnu ríkisstjórnar og  meirihluta Alþingismanna.  Þar er stór hópur Þorpsfífla. 


Hags­mun­ir af höft­um
Hann benti á ýms­an kostnað sem fylg­ir höft­un­um. Í fyrsta lagi ein­angra þau landið frá um­heim­in­um og búa til ákveðinn stöðug­leika og gera fyr­ir­tækj­um þannig kleift að þró­ast og dafna inn­an haft­anna. Þannig geti skap­ast mikl­ir hags­mun­ir fyr­ir því að viðhalda höft­un­um. Þá séu einnig aukn­ar lík­ur á spill­ingu, þó að ekki sé mikið rætt um það á Íslandi, ger­ist það í öðrum lönd­um að sögn Jóns. Þá verði efna­hags­sveifl­ur meiri og lang­tíma­hag­vöxt­ur minni.
„Við skul­um skoða hóp­inn sem við höf­um valið okk­ur að til­heyra,“ sagði hann og taldi m.a. upp Grikk­land, Kúbu og Norður-Kór­eu. Með því að vera með höft erum við að segja að við séum ekki al­vöru land sem ræður við sín mál. „Þú hef­ur valið að vera þorps­fíflið. Þetta er eins og verndaður vinnustaður,“ sagði hann.

 Ásgeir Jónsson ræddi um samhæfingarvanda okkar, með margt í gangi í einu, ég veit ekki hvort það útskýri allt, en Ásgeir er einn af þeim sem voru á kafi í Uppganginum á sínum tíma, margir af þeim vilja ekki skilja þá reiði og biturð sem spillingin olli.  Hún er enn til staðar og veldur vantrausti á peningamönnum þjóðarinnar.  Ef höftin hefðu ekki verið sett í gang, þá hefðum við verið krjúpandi frammi fyrir lánastofnunum erlendis, okkur tókst að forðast það.  Þeir sem ráða ríkjum í dag geta ekki sætt sig við sekt sína og eru lokaðir inni í heift til seinustu ríkisstjórnar. Þetta hefur meira að gera með sálfræði en fjármál. Fortíðin skiptir meira máli en það sem framundan er.

 Hann benti á að Íslend­ing­ar ættu m.a. við sam­hæf­ing­ar­vanda að glíma og væru sí­fellt með allt of mörg mark­mið í gangi á sama tíma. „Höft­in leyfðu okk­ur að setja inn­lend mark­mið í fyrsta sæti og gát­um aukið rík­is­út­gjöld,“ sagði hann og bætti við að þæg­ind­in byggi þó á fölsku ör­yggi. Það þyrfti sam­eig­in­legt átak til þess að fara úr höft­um. Þá sagði hann að ár­un­um eft­ir hrun hefði verið eytt í enda­laust karp um orðna hluti - umræðan um framtíðina væri ekki enn haf­in.

Við megum heldur ekki gleyma því sem Stefán Ólafsson fjallar um í dag í bloggi.  Við erum stórrík þjóð.  En eignaskiptingin ansi ójöfn.  Um það eru aðalátökin í dag á Íslandi.