Það er margt athyglisvert í ræðu Jóns Daníelssonar í morgun á fundir SA um höftin. Samt er ég efins, of margir hafa orðið hag í óbreyttu ástandi þeir sem geta smeygt sér fram hjá kerfinu þeir sem eiga okkur þessa venjulegu Íslendinga, eiga falda peninga fyrir gjaldeyrisneyslu í útlöndumm, meðan við þurfum að fara með bænarsvip í Bankana.. Sumt er skrítið hjá Jóni,
við réðum ekki við okkar mál. Af því að við hleyptum fjármálamönnum of langt, við heyrum á hvejum degi núna fréttir af réttarhöldum yfir þeim þar sem siðleysið blómstraði. En spillingin er til staðar eins og Jón bendir réttilega á, það þarf ekki nema að horfa a vinnu ríkisstjórnar og meirihluta Alþingismanna. Þar er stór hópur Þorpsfífla.
Hagsmunir af höftum
Hann benti á ýmsan kostnað sem fylgir höftunum. Í fyrsta lagi einangra þau landið frá umheiminum og búa til ákveðinn stöðugleika og gera fyrirtækjum þannig kleift að þróast og dafna innan haftanna. Þannig geti skapast miklir hagsmunir fyrir því að viðhalda höftunum. Þá séu einnig auknar líkur á spillingu, þó að ekki sé mikið rætt um það á Íslandi, gerist það í öðrum löndum að sögn Jóns. Þá verði efnahagssveiflur meiri og langtímahagvöxtur minni.
„Við skulum skoða hópinn sem við höfum valið okkur að tilheyra,“ sagði hann og taldi m.a. upp Grikkland, Kúbu og Norður-Kóreu. Með því að vera með höft erum við að segja að við séum ekki alvöru land sem ræður við sín mál. „Þú hefur valið að vera þorpsfíflið. Þetta er eins og verndaður vinnustaður,“ sagði hann.
Ásgeir Jónsson ræddi um samhæfingarvanda okkar, með margt í gangi í einu, ég veit ekki hvort það útskýri allt, en Ásgeir er einn af þeim sem voru á kafi í Uppganginum á sínum tíma, margir af þeim vilja ekki skilja þá reiði og biturð sem spillingin olli. Hún er enn til staðar og veldur vantrausti á peningamönnum þjóðarinnar. Ef höftin hefðu ekki verið sett í gang, þá hefðum við verið krjúpandi frammi fyrir lánastofnunum erlendis, okkur tókst að forðast það. Þeir sem ráða ríkjum í dag geta ekki sætt sig við sekt sína og eru lokaðir inni í heift til seinustu ríkisstjórnar. Þetta hefur meira að gera með sálfræði en fjármál. Fortíðin skiptir meira máli en það sem framundan er.
Hann benti á að Íslendingar ættu m.a. við samhæfingarvanda að glíma og væru sífellt með allt of mörg markmið í gangi á sama tíma. „Höftin leyfðu okkur að setja innlend markmið í fyrsta sæti og gátum aukið ríkisútgjöld,“ sagði hann og bætti við að þægindin byggi þó á fölsku öryggi. Það þyrfti sameiginlegt átak til þess að fara úr höftum. Þá sagði hann að árunum eftir hrun hefði verið eytt í endalaust karp um orðna hluti - umræðan um framtíðina væri ekki enn hafin.
Við megum heldur ekki gleyma því sem Stefán Ólafsson fjallar um í dag í bloggi. Við erum stórrík þjóð. En eignaskiptingin ansi ójöfn. Um það eru aðalátökin í dag á Íslandi.
við réðum ekki við okkar mál. Af því að við hleyptum fjármálamönnum of langt, við heyrum á hvejum degi núna fréttir af réttarhöldum yfir þeim þar sem siðleysið blómstraði. En spillingin er til staðar eins og Jón bendir réttilega á, það þarf ekki nema að horfa a vinnu ríkisstjórnar og meirihluta Alþingismanna. Þar er stór hópur Þorpsfífla.
Hagsmunir af höftum
Hann benti á ýmsan kostnað sem fylgir höftunum. Í fyrsta lagi einangra þau landið frá umheiminum og búa til ákveðinn stöðugleika og gera fyrirtækjum þannig kleift að þróast og dafna innan haftanna. Þannig geti skapast miklir hagsmunir fyrir því að viðhalda höftunum. Þá séu einnig auknar líkur á spillingu, þó að ekki sé mikið rætt um það á Íslandi, gerist það í öðrum löndum að sögn Jóns. Þá verði efnahagssveiflur meiri og langtímahagvöxtur minni.
„Við skulum skoða hópinn sem við höfum valið okkur að tilheyra,“ sagði hann og taldi m.a. upp Grikkland, Kúbu og Norður-Kóreu. Með því að vera með höft erum við að segja að við séum ekki alvöru land sem ræður við sín mál. „Þú hefur valið að vera þorpsfíflið. Þetta er eins og verndaður vinnustaður,“ sagði hann.
Ásgeir Jónsson ræddi um samhæfingarvanda okkar, með margt í gangi í einu, ég veit ekki hvort það útskýri allt, en Ásgeir er einn af þeim sem voru á kafi í Uppganginum á sínum tíma, margir af þeim vilja ekki skilja þá reiði og biturð sem spillingin olli. Hún er enn til staðar og veldur vantrausti á peningamönnum þjóðarinnar. Ef höftin hefðu ekki verið sett í gang, þá hefðum við verið krjúpandi frammi fyrir lánastofnunum erlendis, okkur tókst að forðast það. Þeir sem ráða ríkjum í dag geta ekki sætt sig við sekt sína og eru lokaðir inni í heift til seinustu ríkisstjórnar. Þetta hefur meira að gera með sálfræði en fjármál. Fortíðin skiptir meira máli en það sem framundan er.
Hann benti á að Íslendingar ættu m.a. við samhæfingarvanda að glíma og væru sífellt með allt of mörg markmið í gangi á sama tíma. „Höftin leyfðu okkur að setja innlend markmið í fyrsta sæti og gátum aukið ríkisútgjöld,“ sagði hann og bætti við að þægindin byggi þó á fölsku öryggi. Það þyrfti sameiginlegt átak til þess að fara úr höftum. Þá sagði hann að árunum eftir hrun hefði verið eytt í endalaust karp um orðna hluti - umræðan um framtíðina væri ekki enn hafin.
Við megum heldur ekki gleyma því sem Stefán Ólafsson fjallar um í dag í bloggi. Við erum stórrík þjóð. En eignaskiptingin ansi ójöfn. Um það eru aðalátökin í dag á Íslandi.