miðvikudagur, 26. júní 2013

LÍN: Ný stjórn á villigötum


Skrýtin byrjun nýrrar stjórnar LÍN,um breytingar á viðmiðunarreglum,  ekkert samstarf við heildarsamtök námsmanna.  Allt frekar fljóthugsað og einkennist af því sem hægri stjórnun hefur oft í för með sér, hugmyndin að einstaklingurinn eigi að standa sig að það séu hinir sterku sem eiga að bera mest úr bítum. Að námsmönnum sé engin vorkunn að ljúka 75% af annarnámi í staðinn fyrir 60.  Svo á að auka skriffinnsku með umsóknum um frávik frá reglunum.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í gær að þeir sem eru í háskólanámi af fullri alvöru eigi að geta risið undir auknum kröfum  um námsárangur.(ruv.is)
   
Formaður Stúdentaráðs bendir á ýmsa galla í ákvörðun stjórnar sjóðsins. Fyrst er framkvæmt svo hugsað.  Fyrrverandi forstjóri FME byrjar ekki vel: 
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), segir afleiðingar þessara breytinga vera margþættar. „Það er enginn staðalstúdent sem hægt er að segja að þetta komi við á ákveðinn hátt. Fólk fer í gegnum háskólanám á mismunandi hraða og deildir háskólans eru mjög mismunandi,“ segir María Rut. „Staðreyndin er sú að um það bil fjórðungur allra áfanga við Háskóla íslands eru 10 eininga áfangar. Því eru miklar líkur á því að þessar breytingar á kröfum um námsframvindu hafi áhrif í fjölmörgum tilvikum,“ segir María Rut.
„Ef þessar breytingar verða samþykktar þá þýðir það að námsmaður sem fellur í einum 10 eininga áfanga á engan rétt til námslána. Þessi tala, 22 einingar, virðist líka mjög sérstök og úr lausu lofti gripin. Félagsstofnun Stúdenta, sem leigir út íbúðir til stúdenta, gerir kröfu um að námsmaður ljúki 20 einingum til að hann eigi rétt á að leigja stúdentaíbúð. Það er því ekkert samræmi í þessu,“ segir María Rut. (Mbl.is)
Og bendir á meginhlutverk sjóðsins að tryggja jafnræði til náms. 
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, telur ekki rétt að nota Lánastjóð íslenkra námsmanna til auka kröfur á námsmenn. Hlutverk sjóðsins sé fyrst og fremst að tryggja jafnræði til náms.
Um tíu prósent námsmanna við Háskóla Íslands taka ekki nógu margar einingar á önn til þess að fá námslán verði hugmyndir um ný viðmið Lánasjóðsins að veruleika. (ruv.is)
Þau eru skrýtin fyrstu verk nýs Menntamálaráðherra. Fyrst Ríkisútvarpið svo LÍN.