þriðjudagur, 14. apríl 2015

Barónar:Landið sem við eigum ekki

Kjaradeilur, fjarverur, utanfarir, uppnám, afmælisveislur. 
Einföld lýsing á sjálfsköpuðu ástandi ríkisstjórnarinnar. 
Ríkisstjórn Hóglífisins og Sjálfhverfðarinnar. Þar sem öll gagnrýni er árás. 

Annar forystusauðurinn þarf að jarma yfir fjárhúsi sínu.  Þar sem allir taka undir í kór. 
Formaður sem búinn er að tapa helmings fylgi á tveim árum og fær 98% kosningu !!!!! 
Eins og í Albaníu. 
Hinn skálar í almennilegu Kampavíni á sundlaugarbakka.  Íturvaxinn og snareygur. Hugsar sitt næsta útspil í samkeppninni við Sjálfhverfan númer eitt. Það er erfitt að taka framúr honum. Orðalepparnir, salrýnin.

En ............ Kjaradeilurnar eru á sínum stað, þær fara ekkert.  Fólk verður sífellt ruglaðra á hugmyndum valdamannanna, sjúkrastofnanir eru komnar á endastöð, við erum endalaust langt á eftir þjóðum sem við mælum okkur við, það er til fullt af peningumí samfélaginu, það má ekki skattleggja þá tekjuhæstu.  Milljörðum er mokað út í arð til Þjóðareigendanna. 

Þeir eiga ríkisstjórnina, þeir eiga okkur, Barónarnir. Sigmundur Davíð og Bjarni fá að leika með okkur í umboði kjósenda sinna. Þeir úthluta gæðum okkar svo framarlega sem það komi ekki niður á Barónunum og Barónessunum.