Nú á allt að vera í lagi. Ný(gömul) ríkisstjórn sem ber engar syndir hinnar gömlu. Ný(gamlir)ir ráðherrar taka ekki með sér fornar syndir. Við þurrkum allt út, allt byrjar á ný. Þó unnin verði gömlu verkin. Einkavæðing, búvörur, vinavæðing, rassvasabókhald.
Nýr landbúnaðarráðherra hlakkar til að koma búvörusamningnum í gegn. Að sjálfsögðu aðalverk xB. Neytendur hafa ekkert með það að gera. Einkamál landbúnaðarelítunnar.
Hann er með sorg í hjarta yfir hvarfi forsætisráðherrans sem geti komið til baka í stjórnmál „eftir að rykið sest". Gunnar Bragi er ekki maður sem lætur siðferði þvælast fyrir sér. Ó nei, he will be back. Tortímandinn snýr aftur.
Fjármálaráðherrann á góða tíð framundan, við gleymum öllu, Vafningi, BNT, Hlutabréfsala, Seycehelleseyjum, fasteignakaup í fjarlægum slóðum. Hvað er það? Ég er strax búinn að gleyma því. Ég er Íslendingurinn, ég gleymi öllu á stundinni. Ég kýs Bjarna í haust, hann er svo röskur og ákveðinn. Ég vil enga sjóræningja til valda. Eða hvað?
Það var kaldhæðið að á sama degi og Tortólastjórnin er mynduð, skyldu þeir félagar leystir frá Kvíkabryggju, Ólafur, Magnús og Sigurður. Sigurvegarar Hrunsins. Þeim verður kannski boðið á Bessastaði eins og áður fyrr með Sigmundi Davíð, Gunnari Braga og Bjarna. Allir eru þeir saklausir, þar bítur engin sekt sekan. Eins og húsbóndinn á Bessastöðum sem spilaði með Hrunverjum. Engin iðrun, yfirbót, friðþæging: Eftir að rykið sest.
Nýr landbúnaðarráðherra hlakkar til að koma búvörusamningnum í gegn. Að sjálfsögðu aðalverk xB. Neytendur hafa ekkert með það að gera. Einkamál landbúnaðarelítunnar.
Hann er með sorg í hjarta yfir hvarfi forsætisráðherrans sem geti komið til baka í stjórnmál „eftir að rykið sest". Gunnar Bragi er ekki maður sem lætur siðferði þvælast fyrir sér. Ó nei, he will be back. Tortímandinn snýr aftur.
Fjármálaráðherrann á góða tíð framundan, við gleymum öllu, Vafningi, BNT, Hlutabréfsala, Seycehelleseyjum, fasteignakaup í fjarlægum slóðum. Hvað er það? Ég er strax búinn að gleyma því. Ég er Íslendingurinn, ég gleymi öllu á stundinni. Ég kýs Bjarna í haust, hann er svo röskur og ákveðinn. Ég vil enga sjóræningja til valda. Eða hvað?
Það var kaldhæðið að á sama degi og Tortólastjórnin er mynduð, skyldu þeir félagar leystir frá Kvíkabryggju, Ólafur, Magnús og Sigurður. Sigurvegarar Hrunsins. Þeim verður kannski boðið á Bessastaði eins og áður fyrr með Sigmundi Davíð, Gunnari Braga og Bjarna. Allir eru þeir saklausir, þar bítur engin sekt sekan. Eins og húsbóndinn á Bessastöðum sem spilaði með Hrunverjum. Engin iðrun, yfirbót, friðþæging: Eftir að rykið sest.