Það er auðséð að skýrslugerð lögreglunnar og Geirs Jóns hefur komið róti á tilfinningar margra. Enda kannski ekki nema von. Og enn sýna íslensk stjórnvöld hversu þau eru vanmegnug að halda uppi þó ekki væri nema sæmilegri stjórnsýslu. Alltaf eitthvað rugl.
Af tilviljun fann ég í tölvunni minni nokkrar myndir frá þessum mögnuðu dögum haustið 2008 og veturinn 2009. Ýmislegt fór í gang í mínum huga. Það er merkilegt að hugsa til baka hversu þetta voru merkilegar vikur. Það var alvara og festa yfir öllum. Skilti og spjöld sem fólk kom með og skapaði sjálft voru einlæg. Þetta var enginn fíflaskapur. Fólk fann það á sjálfu sér að það upplifði óhugnanlega tíma. Enn í dag lifir glóðin í fólki. Það hefur margt gerst síðan ýmis vonbrigði hafa orðið á vegi okkar en við tölum ekki um Svokallað Hrun eins og sumir fáráðar þarna úti.
Flestir finna líka hvað það er stór hópur sem hefur sölsað til sín fjármuni og hversu stutt er í alls herjar græðgisvæðingu á ný. Því yrði maður ekki hissa þótt aftur syði upp úr. Hroki og ég held maður verði að segja heimska stjórnvalda og auðmanna er enn þvílík.
Það eru margir sem spyrja er ekki komið nóg?