miðvikudagur, 22. október 2014

Vélbyssugleðir og vígasveitir

Húmoristar hafa gaman að vélbyssum, stjórnmálagleðipinnar á Îslandi ef marka má fréttir seinustu dægrin.  Svo eru þeir einstaklegar smekklausir.

Þetta fôlk veður áfram, heldur að að lífið allt sé eitthvað  til að skrumskæla, skilur ekki kjör fólks af öðrum trúarbrögðum sem hefur þurft að flýja yfir hálfan hnöttinn til að halda lífi, vopn er í þeirra skynjun leikföng til að vinna fjölmiðlapunkta. Fátækt annarra verður talnaruna króna og aura sem hefur enga aðra merkingu nema til að snúa út úr fyrir pólitískum andstæðingum.

Samt eru þau eitthvað feimin að bruna fram í sviðsljósið klædd í herskrúða veifandi alvæpni. En sagan er ekki öll.