miðvikudagur, 9. september 2015

Sigmundur krýpur fyrir Forseta .....

Sigmundur Davíð biður forseta afsökunar, auðvitað er þetta rétt sem hann segir.  Ólafur Ragnar hefur alltaf rétt fyrir sér, hann er guðfaðir ríkisstjórnarinnar: 

„Því hefur aldrei verið slegið föstu að atkvæðagreiðslan yrði haldin samhliða forsetakosningum, einungis ef vinnunni hefði miðað vel, og það hefur verið lögð áhersla á þann fyrirvara, að vinnan gengi vel og það væri samstaða um breytingarnar að þá væri þetta möguleiki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Það hefur auðvitað aldrei hvarflað að honum hvað Forsetinn sé að skipta sér af eða taka afstöðu til þessara mála.  Er ekki eðlilegt að ef Forsetinn ætlar að hætta þá láti hann okkur vita.  Svo þeir geti farið að velta fyrir sér málinu af alvöru sem eru spenntir fyrir embættinu.  Við viljum fá alvöruforseta sem við þurfum ekki að skammast okkar fyrir á alþjóðavettvangi eða innanlands.  

Stjórnarskráin segir okkur um vald forseta eða valdaleysi. Ekki í skýru máli en þó vitum við það að það er lýðveldi með þingbundinni stjórn á Íslandi. Ekki forsetaveldi. Forsetinn fylgist með í hæfilegri fjarlægð.  Hann á ekki að taka þátt í stjórn ríkisins og á ekki að koma inn í spilið nema í forsetakosningum, í framboði,  og við myndun stjórnar og eftirlit lagasetninga og stjórnarerinda. 

Aðalatriðið er traustið og eftirlitið, ekki flumbrugangur og stjórnun.   Menntaður og viðsýnn forseti.