þriðjudagur, 26. maí 2015

Bjarni og Eygló: Um hvað er barist?

Að koma upp leigumarkaði á Íslandi virðist ætla að verða torsótt.  Þras Bjarna Ben og Eyglóar sýnir það, andstæðingar leigumarkaðar fulltrúar fasteignabraskarar ætla ekki að gefa sig.  Það virðist vonlaust að fara eftir reynslu annarra þjóða um þessi mál.  Íslendingar eru sjálfstætt fólk, það á að eiga fasteignir sínar!!!


Lekið er svo upplýsingum, gamla trixið notað.  Allt í háaloft á baka við tjöldin.  Fjármálaráðherrann er alveg til í að bjóða nokkur prósent í kjarasamningum til að koma í veg fyrir frumvörp Eyglóar. Eða hvað???? 

Svo er spurningin hvort Eygló fái stuðning frá Sigmundi Davíð.  Það er ekki öruggt. Hnífstungurnar eru klassískar í Framsókn.