miðvikudagur, 30. október 2013

Karlar í Hæstarétti: Er eitthvað að???

Enn einu sinni valda karlar í Hæstarétti fjölda manns sorg og sárindum.  Sýknun á þessum karli sem var ákærður fyrir að misnota 4 stráka  í Vestmannaeyjum er óskiljanleg. Strákar í Vestmannaeyjum hljóta alltaf að vera að ljúga.  Maður veit ekki hvað þeir eru að hugsa þessir karlar í skikkjunum. 

„Það hryggir mig að enn einu sinni bregst íslenska réttarkerfið. Ég vil hvetja alla til að biðja fyrir þolendum kynferðisofbeldis, biðja fyrir dómurum Hæstaréttar, biðja fyrir unga manninum sem fékk enga málsvörn né réttlæti í Hæstarétti Íslands. Hugsum til hans, það er máttur í bæninni. Þessi ungi maður verður að finna að við öll trúum honum og stöndum með honum,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir Arons.

Ungur karl sem aldrei varð heill eftir að lenda í klónum á þessu ógæfumenni deyr eftir margra ára  ógæfusama ævi á unga aldri.  Og fjölskyldan fær frétt um það viku eftir jarðarförina að sá ákærði gengur út með sakleysi í farteskinu.  

Karlarnir í Hæstarétti vilja dæma þessa tegund af ákærum eins og allar aðrar.  Virðast ekkert taka tillit til þróunar vísinda þar sem sýnt hefur verið fram á að allt önnur lögmál gilda í þessum málaflokki.  Ég tala nú ekki um ákærur sem koma svona löngu eftir glæpinn sem valda óhörðnuðum ungmennum ævilöngum skaða. Ná aldrei að blómgast.  

Ansi er þetta dapurleg vinnubrögð, mikið á Hæstiréttur þó gott að eiga Ingibjörgu Benediktsdóttur enn starfandi sem lætur ekki þessar fornaldarskepnur í skikkjunum hafa áhrif á sig. Sem hefur ekki gleymt því sem túlkendur íslenskrar lögfræði þekkja ekki lengur, það er mannúð og manngæska.