fimmtudagur, 31. mars 2016

Hringekja spillingar 2: Vilhjálmur fellur

Sorglegur endir á félagsmálastörfum hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni á vinstri væng.  Karl sem hafði allt til að bera til að vera frámámaður í okkar samfélagi.  Gat meira að segja útskýrt efnahagsmál á mannamáli.  En ... hann segir frá því loks núna að hann eigi reikning í Lúxembourg sem var vitað fyrir nokkrum árum  en ..... sleppir því að hann eigi líklega líka
einn á Kýpur, eru þeir kannski fleiri?  Aðalatriði í þessum leik virðist vera  leyndin, spennan; fíknin nær yfirhendinni allt víkur fyrir henni.  Engan varðar um það hvað þessi einstaklingur gerir, skattaskjólið er mitt!

Hvað fær mann sem ég kaus á sínum tíma í stjórnlagaráð, til að verða áhættufíkill fjármála get ég ekki dæmt um.  En þegar upplýsingar komu fram um eignarhald hans í Lúxembourg og að hann hefði tengst fjármálabraski Gunnlaugs Sigmundsson þá sá ég að ég hafði kosið rangt
 ( ingi@dv.is   06:00 › 23. september 2014)
 Enn er eitt dæmið um það hvernig Gullið grefur gat á heila fólks, fólk verður steinrunnið. Mikið er þetta sorglegt. Fyrir hann og jafnaðarstefnuna. 

May be I should have: Beðið eftir Forsetanum

Nú fjölgar í May be I should have/ Ég hefði kannski átt að liðinu. Það á eftir að bæta í hópinn.
Sjálf tökuliðið hefur sagt marga góða í dag: bestur var dýralæknirinn. 
stjórnmálafræðingurinn í XD var á hælunum á honum. Við bíðum á eftir Forsetanum.