Nú ólmast allir út af orðuveitingu. Eins og dauðadómur hafi verið kveðinn upp.
Eins og Sigmundur Davíð megi ekki fá orðu eins og aðrir forsætisráðherrar, þeir sem vilja.
Kannski er Jóhanna með sama prinsipp og margir kratar voru með fyrir mörgum áratugum, ansi langt síðan. Að taka ekki við orðum, vera á móti orðuveitingum. Ég er á móti orðuveitingum. Svo einfalt.
Hver á skilið að fá orðu framar öðrum? Ég veit það ekki. Enginn getur dæmt um það. Á að hafa happadrætti? Á að kasta upp teningi?
En er ekki sjálfsagt að tilkynna það, að láta fólkið í landinu vita, hverjir hafi fengið orður, eins og gert er tvisvar á ári með fálkaorðuna? Er ekki gott að sjá pótintátana sem fá stórriddarakross eða hvað hann heitir um leið það gerist í beinni?? Hafa þá á hærri stalli en hinir. Þeir eru verðugri. Þeir eru meiri. Og Forsetinn veitir sjálfum sér orðurnar. Hann stendur hæst allra.
Þetta er allt spott og spé.