mánudagur, 29. desember 2014

Sjálfstætt fólk: Andsetinn í Þjóðleikhúsinu

Sá Sjálfstætt fólk á 3. í jólum.  Var ekki mjög hrifinn og þó, en ýmislegt furðulegt og óhugnanlegt gerðist á þessari sýningu.  Ég varð andsetinn, Kolumkilli og Gunnvör sóttu að mér fyrir hlé, hef aldrei átt jafn erfitt með að halda mér vakandi í leikhúsi, ég missti hreinlega meðvitund hvað eftir annað, snar edrú maðurinn. Þrátt fyrir góðan vilja að fylgjast með.  Eftir hlé var allt annað, undirritaður var allt annar maður, galdrarnir og forneskjan höfðu runnið af mér. 

Sumt var ansi billegt, Páls Óskars söngurinn, byrjunin og lokakaflinn ansi góð, höfundar og leikarar að taka sig alvarlega, skynja dramað í tilverunni. Umgjörðin steypubönkerinn hans Hitlers ansi innilokandi, eins og það átti að vera.  Atli sem er einn af mínum uppáhaldsleikurum var ekki minn Bjartur.  Þessi sjálfbirgingslegi deli sem eigraði um sviðið var einhver annars Bjartur.  Minn er skepna en samt með ótal mannlegar hliðar.  Þessi var bara deli, nema rétt í lokin.

Nú segir einhver, það er lítið að marka þennan hálfsofandi mann, það er alveg rétt.  Kannski fer ég aftur, eða læt mér nægja þessa einu eða hálfu.  Langbesti leikarinn í þessari sýningu var Vigdís Hrefna, þegar hún hvarf af sjónarsviðinu, varð sýningin ansi dauf. Ólafur Egils var alveg eins og Ólafur Ormsson.  Guðrún Gísla var skemmtileg afslöppuð í því að gera ekki neitt.    

En auðvitað hef ég ekkert vit á þessu.  Ég veit þó að það var yndislegt að heyra Heyrt hef ég tíu milljón manns, flutt, þetta uppáhaldsljóð mitt. Örvæntingaraugnaráð Rósu út i sal var skerandi. Kennarinn að éta var viðbjóðslegt atriði. Þessi sýning hefur ýmsar hliðar og það var margt sem maður saknaði úr bókinni.  Þegar allt kemur til alls er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness en ekki Þorleif, Ólaf og Símon.   

Svo farið og sjáið Sjálfstætt fólk og rífist svo í heimahúsum á eftir eða á börum borgarinnar. Sýnið að listin skiptir máli.  


     




laugardagur, 27. desember 2014

Orðuveitingar: Á að kasta upp teningi?

 Nú ólmast allir út af orðuveitingu.  Eins og dauðadómur hafi verið kveðinn upp. 

Eins og Sigmundur Davíð megi ekki fá orðu eins og aðrir forsætisráðherrar, þeir sem vilja. 

Kannski er Jóhanna með sama prinsipp og margir kratar voru með fyrir mörgum áratugum, ansi langt síðan.  Að taka ekki við orðum, vera á móti orðuveitingum.  Ég er á móti orðuveitingum. Svo einfalt. 

Hver á skilið að fá orðu framar öðrum?  Ég veit það ekki.  Enginn getur dæmt um það.  Á að hafa happadrætti?  Á að kasta upp teningi?   

En er ekki sjálfsagt að tilkynna það, að láta fólkið í landinu vita, hverjir hafi fengið orður, eins og gert er tvisvar á ári með fálkaorðuna?   Er ekki gott að sjá pótintátana sem fá stórriddarakross eða hvað hann heitir um leið það gerist í beinni??  Hafa þá á hærri stalli en hinir.  Þeir eru verðugri.  Þeir eru meiri.  Og Forsetinn veitir sjálfum sér orðurnar.  Hann stendur hæst allra. 

Þetta er allt spott og spé.










þriðjudagur, 23. desember 2014

Gleðileg Jól í skugga íhaldskvarnar

Auðvitað ættum við að standa við Landspítalann með spjöld þar sem við lýsum yfir áhyggjum okkar.

Þúsundum saman. Við sem erum að eldast erum full af kvíða.  Stutt í alvarlega sjúkdóma. Og hvað er að gerast?

Margir færustu læknar landsins að segja upp segja bless.  Hvað ætla þeir að gera?

Sumir fara til útlanda.
Aðrir fara að verðleggja sig á einkamarkaði.  Það hvarflar að manni að það sé draumur Bjarna Ben. Slíkur markaður er til vitum við.  Í sambandi við augnaaðgerðir og fleira.  Svo þegar ríkið verður að greiða hærra verð fyrir einkareksturinn þá verður auðvitað að hækka hlut sjúklinga.

Við eigum eftir að leggjast inn á þessa fátæktarstofnun, þeir ríku skreppa til útlanda eða á einkastofnun þar sem er dekrað við þá af læknaelítunni.  

Við erum að horfa upp á ósvífna hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar Thatcher og Reagna lifa góðu lífi á Íslandi.  Ráðamenn lesa ekki álit OECD um misskiptingu.  Þeir gefa skít í slíkt.  Framsókn seldi lánalækkunina dýru verði.  Afhentu xD uppstokkun á ríkinu.  Þeir taka til starfa á stundinni.  Í skólamálum, fjölmiðlamálum, menntamálum, atvinnumálum, verðmyndunarmálum.   Og nýíhaldsstefna Framsóknar bætir um betur í orkumálum.  Hin fullkomna hryllingsstjórn.

Góðan daginn elsku þjóð, nú erum við sem ráðum.

Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og bið að við komumst á lífi út úr þessari íhaldskvörn.

fimmtudagur, 18. desember 2014

Jólasnjór : Kaos í Reykjavík og Friður á jörð

Nú fá allir jólasnjóinn kærkomna, allt í kafi. Veðurfræðingar kætast, gott fyrir nýjar rannsóknir.    

Á leið minni um bæinn sá ég fólk reyna að moka bílunum sínum út úr sköflum. 

Hreinsunartæki borgarinnar taka eina bunu eftir götunum, svo ekkert meira.  Ekki hugsað um aðferð til þess að hreinsa hryggina fyrir framan strætisvagnaskýli, ég nota strætó um þessar mundir svo ég sé ástandið.  Ég gerði margar tilraunir á Langholtsveginum að komast yfir einn af þessum dásamlegu hryggjum ( ekki betra vegna veikra hnjáa).  Mér tókst að klifra.Ég held að margt gamalmennið eigi í erfiðleikum.  En líklega er það allt í lagi í Reykjavík.  Þar verða menn gamlir 3 árum seinna en annars staðar. 

Það virðist ekki þurfa mikið meiri snjó til þess að allt verði komið í kaos í henni Reykjavík.  Ég hugsa að Akureyringar séu nú vanari erfiðum aðstæðum.  Á þessum árstíma verða menn líka að komast á bíl sínum í jólaneysluna. Kaupa, kaupa meira. Ég sá það á götunni hjá mér að það voru ansi margir á ferð í fyrrdag í kófinu og hvassviðrinu.  

Við erum eftir allt Víkingar (líka nýbúarnir) og látum ekki veður hamla okkur.  Svo mætum við öll í Friðargönguna á Þórláksmessu.  Ekki veitir af þegar maður lítur á ástandið í heiminum. 

 




þriðjudagur, 16. desember 2014

Kirkjuferðir og kjánaprik

Það er erfitt að ræða um starfsemi kirkjunnar innan annarra stofnana eins og skóla.

Þeir sem telja sig vera trúaða, hvernig sem þeir sýna það, verða svo sárir.  Það er erfitt að særa fólk sem er sárt með rökum.  Þeir sem átta sig ekki á orðinu mannréttindi þeir eru á hálum ís.

Kirkjuferðir skólabarna er tiltölulega nýtt fyrirbrigði í sögulegu samhengi.  Það voru engar
kirkjuferðir þegar fólk á mínum aldri var í barna eða gagnfræðaskóla.

Í stórum samfélögum liggur þetta ansi ljóst fyrir að það er stór hluti barna sem kemur af heimilum þar sem er önnur trú en kristni eða trúleysi. Þar höfum við fjölmenningu, sem líka er í trúarheiminum.

Í fámennum samfélögum úti á landi verður þetta oft erfiðara vegna einsleits hóps. Þó held ég að það sé enginn skóli á landinu þar sem allir tilheyra sama trúfélagið það er Lúterismanum.Þótt það sé bara ein fjölskylda þá á hún rétt.

Ég heyrði oft rödd seinustu árin þegar ég var að kenna hvort minni hluti ætti að kúga meirihlutann? "Við" þeas hefðbundnu kristnir væru fleiri svo við ættum að ráða!  Þessar hugmyndir eru ríkjandi á fleiri sviðum.  Meirihluti á Alþingi á að fá að gera hvað sem er án þess að tala við minnihlutann af því að stjórn er mynduð með meirihluta langoftast á Íslandi.  

En það er ábyrgð að vera meirihluti, Bandaríkjamenn hafa manna mest hugleitt þetta í 250 ár.  Þeirra niðurstaða var að í skólum ætti að fara fram kennsla. Ekki trúboð.  Kirkjusöfnuðir eiga að gera það utan skólatíma.  Ef söfnuðir vilja fagna jólum með börnum þá eru það foreldrar sem fara með börn sín í kirkjur eða safnaðarhús.  Ekkert mál. Þá vita líka fullorðnir að það er þeirra ábyrgð að viðhalda kristni eða hvaða trú sem er til niðja sinna. Ekki skólans eða kennara. Eins og viðhorfið hefur verið hérna hjá okkur.  Það eru of fáir hjá okkur sem gera sér grein fyrir merkingu mannréttinda.  Sem skiptu svo miklu máli í stjórnarskrám Frakka og Bandaríkjamanna strax á 18. öld.  Við eigum oftar að lesa rit Upplýsingarmanna.  

Þá myndum við sjá í gegnum kjánaprik eins og Pál Vilhjálmsson, sem notar frasa eins og Öfgavinstrimenn, kristna þjóðmenningu, hófsamir vinstrimenn, pólitískur vígvöllur, öfgamenn sem taka ekki sönsum og kúltúrstríð. Allt til að reyna að koma illu af stað.  Stríð og vígvöllur, allt sem segja þarf um málefnagrundvöll Páls Vilhjálmssonar, ég held að Guðrúnu Helgadóttur líði ekki vel: 

Öfgavinstrimenn í kúltúrstríði

Þingmaður Samfylkingar, Sigríður I. Ingadóttir,tekur undir með atlögu Lífar Magneudóttur á kristna þjóðmenningu Íslendinga.
Hófsamir vinstrimenn, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, vara við því að gera trúmál að pólitískum vígvelli.
Öfgavinstrimenn munu ekki láta segjast enda liggur það í eðli öfganna að taka ekki sönsum.


 

mánudagur, 15. desember 2014

Ríkisstjórn: Öfugur sjónauki

Um hvað fjallar læknadeilan?  Ansi erfitt að svara.  

Ofsi fjármálaráðherra er óskiljanlegur. 

Afhverju kemur ekkert tilboð frá ríkinu? 

Þetta fjallar um að hækka fastalaunin, breyta öðrum kjörum. 

Ætlar Framsóknarflokkurinn að missa seinustu tiltrú kjósenda sinna? 

Ýmislegt bendir til þess að baki liggi hugmyndir um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins slíkar hugmyndir virðast vera ríkjandi hjá þessari fyrstu kynslóð frjálshyggjunnar sem kemst til valda. Svo bætist við að Framsóknarflokkurinn er undir forystu gullskeiðardrengsins hvers faðir kemur úr ansi nánu fjármálasamstarfi við innstu koppana í  Engeyjarættinni.  

Þessar hugmyndir eru í :  Heilbrigðismálum, Menntamálum, Fjölmiðlamálum. 

Það á að sverfa til stáls: Margir ráðherrar hafa komið fram sem úlfar í sauðagæru. Margar hugmyndir sem koma fram virðast verða til yfir of mörgum glösum af bestu brennivínum!Fólk sem kíkir í gegnum öfugan sjónauka. 

Er engin leið að stöðva áður en við förum fram af bjargbrúninni?


sunnudagur, 14. desember 2014

Veður á mörkum hins byggilega heims ...

Við gleymum því oft að við lifum á mörkum hins byggilega heims. 

Gríðarleg veður ganga nú yfir svæðið sem við búum á. Fyrst fyrir vestan og norðan, svo austan.  Veðurmælar og tæki láta undan: 

„Meðalvindur í Hamarsfirði um eittleytið í dag var 39 metrar á sekúndu. Svo brotnaði mælirinn sem Vegagerðin er með þarna, hann hefur líklegast ekki þolað þetta álag. Það er nú eiginlega frekar fúlt því svo virðist sem vindurinn sé bara enn að vaxa og það væri gaman að hafa þessar tölur,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Við hringdum austur og forvitnuðumst um ættingjana í morgun, veðrið var ekki komið þangað en skömmu síða hefur það aldeilis hvesst. Maður hefur áhyggjur af ættingjum og vinum.   Við virðumst fá fleiri hvassviðri á okkur. Við höfum sloppið vel í Reykjavík í vetur. 

Vonandi að við fáum frið yfir jólin. En við ráðum því ekki.  Vonandi verða engin stóslys....






Kortin úr ýmsum áttum!

föstudagur, 12. desember 2014

Norðurheimskaut: Forsetinn fer sínu fram

Það er merkilegt stjórnarfar þegar spilling hefur náð undirtökunum. Við sjáum það í svo mörgu núna.  Sterkir valdsmenn ná sínu fram, hygla sínum, fara með völdin eins og þeim sýnist.

Lítið dæmi var í Fréttablaðinu í gær.  30 milljónir sem Háskólinn á Akureyri fékk.  20 milljónir eiga :  Tveir þriðju hlutar upphæðarinnar
eru eyrnamerktir kennslu í heimskautarétti við
skólann og gætir óánægju með það meðal starfs-
manna. (bls. 2)



En það er ekkert óeðlilegt við þetta.  Heimskautamálin hafa verið sett í umsjá forsetans á Bessastöðum. Hann ræður þeim málaflokki að vild.  Svo ..... maður gæti hugsað sér að  hann hefði beitt samböndum sínum til að fá  20 milljónir fyrir stuðningsmenn sína fyrir norðan.  Þar hafa verið bestu stuðningsmenn hans í Norðurheimskautaumræðunni á meðan lítill áhugi hefur verið hér fyrir sunnan.

Ólafur Ragnar hefur af sinni alkunnu ýtni komið upp sterkum samböndum með Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða, sem hefur haldið 2 ráðstefnur hérna í Hörpu.  Og virðist ætla að gera þær að árvissum atburði, það er búið að auglýsa ráðstefnur næstu 3 árin. Ólafur virðist hugsa Hringborð Norðurslóða  nokkurs konar samræðuvettvang fyrir alla þá sem  vilja ræða mál sem snerta þetta svæði, pólitískt, efnahagslega, umhverfislega:



According to Grímsson, Arctic Circle was founded on an idea of inclusiveness, bringing together international stakeholders with economic, scientific, political and environmental interest in the region. Many Arctic-centric meetings take place every year, though they often focus on a single subject, like energy or resource development. The Arctic Circle, Grímsson said, aims to get all of those minds thinking on the same topics.
“If we are going to make this a success,” Grímsson said, "we have to find a new way to bring all these different constituencies together.”

Þessi stofnun sem var komiðá fót  af Ólafi og Alice Ragoff, bandarískri fræmkvæmdakonu sem hefur tekið ástfóstri við Alaska og umhverfismál Norðursins.  Ekki er verra að hún á stærstu fjölmiðla Alaska.  Það er ýmislegt sem kemur skringilega fyrir sjónir í Arctic Circle, eins og Heiðursráð:

 Þar situr valinkunnur hópur fólks:  Prins Albert frá Mónakó, Chilingarov sendiboði Pútíns í Norðurheimskautamálum, þekktur vísindamaður og pólitíkus.  Kleist fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands, Murkowsky þingmaður repúblikana á Alaska sem ætlar núna að auka olíuframkvæmdir í Alaska þegar repúblikanar hafa fengið meirihluta í báðu deildum Bandaríkjaþings, og loks Al Jaber
kunnur athafnamaður frá Abu Dhabu sérfræðingur í sjálfbærri þróun og framkvæmdum.

Svo er ráðgjafaráð þar sem sitja  35 manns þar af 3 Íslendingar, tveir sem hafa tengst Háskólanumá Akureyri og síðan fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson.

 Það verður því gaman að sjá hvernig Arctic Circle mun þróast, það getur verið háð þróun heimsmála næstur árin.  Engir opinberir fulltrúar Bandarísku alríkisstjórnarinnar komu á þessa ráðstefnu, en Sigmundur Davíð flutti ræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og ræddi um Norðurslóðamálin: 

 Einnig ræddi ráðherra um mikilvægi samvinnu hins opinbera og einkageirans um ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda á svæðinu, og að réttindi íbúa á norðurslóðum verði ávallt í heiðri höfð. Sagði forsætisráðherra Ísland ábyrgan samstarfsaðila í málefnum norðurslóða, meðal annars á sviði öryggismála, auðlinda- og orkunýtingar og vísinda.  

Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum málaflokki, Ólafur Ragnar hefur verið í nánara sambandi við rússnesk stjórnvöld heldur en stefna ríkisstjórnarinnar er.  En reynslan hefur kennt okkur að Forsetinn á Bessastöðum gerir það sem honum sýnist í skjóli óljósrar skilgreiningar á valdi hans í stjórnarskrá. 




situsitja valinkunnir  sitja valkinkunnirsitja valinkunnir ei

 

 

Honorary board:

  • President Ólafur Ragnar Grímsson
  • HSH Prince Albert II
  • Artur Chilingarov
  • Kuupik Kleist 
  • Senator Lisa Murkowski
  • Dr. Sultan Ahmed Al Jaber







fimmtudagur, 11. desember 2014

Höfðatorgsgildran: Ekki benda á mig

Höfðatorgsgildran teygir út hramma sína núna.  Margar myndir og sögur af óförum landans.  Og auðvitað er það fólkinu að kenna, ekki hönnuðum sem hlustuðu ekki í mótmælaraddir á sínum tíma. 
Kunningi minn lenti í ógöngum þarna í gær.  Greip í ljósastaur og hélt sér, tókst að smokra sér upp fyrir Turninn.  og komast inn í Túnin.  



Ég vann fyrir norðan Turninn á sínum tíma, fylgdist með uppbyggingunni og lenti oft hremmingum á reiðhjólafáki mínum í Borgartúninu.  Allir sem vildu vita, sem komu að þessari framkvæmd, vissu að þetta yrði slysagildra.  Þegar sá fyrsti lætur lífið þarna þá verður fróðlegt að sjá hver ber ábyrgð?

Ekki benda á mig, sagði Forstjórinn ....

miðvikudagur, 10. desember 2014

Landnám: Hver erum við, hvaðan komum við?

Við erum merkilegir einstaklingar, við þessi þrjú hundruð og eitthvað þúsund. 
Sem búum hér á eyjunni í norðri. Furðufygli.

Áhugamál okkar eru oft einstök.  Eins og spurningin um upprunann.  Hver erum við, hvaðan komum við?  Í haust og vetur hefur Miðaldastofnun staðið fyrir fyrirlestrum vestur í Háskóla um Landnámið. Þar sem fræðimenn velta fyrir sér ótal hliðum þess hverjir hafi komið hingað fyrir meira en þúsund árum.  Og áhugi hefur verið gífurlegur.  Troðfullur fyrirlestrarsalur í hvert einasta skipti.  Þar mæta bæði fræðimenn, nemendur og áhugamenn utan úr bæ.
Formið er skemmtilegt tveir fyrirlestrar í hvert sinni, með ólíkar áherslur,

Nú í seinustu viku fengum við frásögn af rannsóknarleiðangri Ólínu Þorvarðardóttur þar sem hún fetaði í fótspor Hrafna-Flóka og Gísla sögu.  Hún gekk upp á Vestfjarðarhálendið úr Vatnsfirði eins og Flóki gerði forðum daga, að þvi er sagt er, og gaf landinu nafn; Ísland.  Svo reyndi hún að fina melinn góða Sem Vésteinn og húskarlar fórust á mis sem gerði það að verkum að Vésteinn hélt áfram til Dýrafjarðar:  Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og svo framvegis.  Þetta var líflegur flutningur hjá Ólínu, með myndum og myndböndum okkur til sönnunar.  
Svo var Gísli Sigurðsson með fyrirlestur um sannanir Landnámu um landnámsmenn þar sem fram komu nýjustu hugmyndir í fræðunum um allt þetta fólk sem sagt er frá í Landnámu (Sturlubók og Hauksbók), var þetta fólk til, hvers vegna var sagt frá þessu fólki.  Getum við ályktað og sannað út frá þessum frásögnum.  Gísli var ansi skemmtilegur og sannfærandi.  Líklega fáum við aldrei Stóra Sannleikann um það hvaðan við komum, en ansi er þetta viðfangsefni spennandi í okkar augum. 

Svo við höldum áfram að mæta eftir áramót.  Við fáum einhverja búta í Teppið.  Kannski er þetta eitthvað fyrir þig lesandi minn góður.  Við sjáumst þá í Odda í áramót. 

mánudagur, 8. desember 2014

Góðir menn og Spillingarlykt

Ekki þekki ég manninn.  En Vilhjálmur Bjarnason gerir það.  Það þykir vera í tísku núna að standa upp og segja heyr Þetta er góður maður.  Sérstaklega ef þeir voru viðriðnir eitthvað vafasamt í Hruninu svokallaða eins og sagt er. Í þetta sinn dettur mér í hug Sjóvá og Milestone.

Eins og ég segi, ég þekki ekki manninn.  Það er nú þannig að hinir prýðilegustu menn geta umsnúist þegar peningar eru annars vegar.  En ég er ekki að segja að Einar Sveinsson geri það.  En einhvern veginn er það nú að spillingarlyktin fyllir vit okkar um þessar mundir.  Gott er hún er ekki sterkari en Brennisteinslyktin frá Holuhraunsgosinu.  

Svo er ódaunninn stækari umhverfis það ráðuneyti sem á að standa vörð um fjármuni okkar, gæta þeirra og ávaxta, ekki sóa
.
  

laugardagur, 6. desember 2014

Óþroskaðir bloggarar og mannleg hlýja

Mikið eru sumir bloggarar óþroskaðir og dapurlegir.
Að hefja skítkast gegn konu sem tekur að sér  mikilvægt verkefni nýstigin upp úr alvarlegum veikindum.
Ætli sé ekki nær að bíða og sjá hvað setur. Konan  og læknar hennar eru sannfærðir að allt er à réttri leið. Eigum við ekki að halda okkur við það með þeim?

Við höfum okkar skoðanir á fyrri störfum hennar en getum alveg beðið eftir fyrstu mànuðum hennar í nýrri vinnu.

Við sem höfum upplifað alvarlega sjúkdóma nákominna ættingja og vina vitum að það er enginn leikur.  Sýnum því mannlega hlýju og umburðarlyndi.




fimmtudagur, 4. desember 2014

Nýr ráðherra, sama ríkisstjórn

Nú fer tilkynning um nýjan innanríkisráðherra sem eldur í sinu um netheima. 

Ólöf heitir hún Nordal.  Við vitum hver það er.  Sumir gamlir kunningjar og skólabræður
hrósa henni, þar er á ferðinni góð manneskja með hjartað á réttum stað.  Ekki efa ég það.

Spurningin er samt hvort stjórnmál núverandi ríkisstjórnar fjalli um manngæsku.  Slíkt hefur ekki verið áberandi í framkvæmd hennar á stefnumálum sínum.  Nema það sumir kalli það manngæsku að dreifa seðlum yfir landslýð án þess að hugsa um aðrar hliðar efnahagslífsins um leið. 

Nei, lesendur góðir, stefna núverandi ríkisstjórnar, fjallar um margt svo yfirgripsmeira.  Þar er á ferðinni hægri stjórn sem hyglar sínu fólki hvort sem er í stjóru eða smáu.  Færir fjármagn til hinna ríku og allsráðandi, frá hinum tekjuminni og valdalausu. Enginn auðlegðarskattur, minna veiðigjald, einhæfari framhaldsskóli, heilbrigðiskerfið lamað, RÚV í frjálsu falli, furðulegar breytingar á virðisaukaskatti, lækkun örorkubóta, breytingar á stjórn fiskveiða og miklar gjafir til útgerðarmanna. Allir samningar um umhverfismál í uppnámi.  Svo kóróna þeir allt með því að ætla ekki að leysa læknaverkfallið sem mun hafa ófyrirséðar afleiðingar um alla framtíð.  Þetta er það sem ríkisstjórnin er að framkvæma. 

Þvi skiptir í sjálfu sér ekki máli hver tekur við hvaða embætti í Ríkisstjórninni.  Það er ansi
ótrúlegt að það breyti einhverju. Stjórnmál nýfrjálshyggjunnar hafa ekki að gera með gæsku, þar er fjalla um hagsmuni.  Engin ríkisstjórn lýðveldisins hefur gengið jafn hatrammlega fram í sérgæsku  og stjórn Sigmundar Davíðs.  Stjórnmál dagsins í dag fjalla um það að reyna að hnekkja endalausum aðgerðum þeirra að breyta þjóðfélaginu til hins verra fyrir þorra fólks. 

Sú barátta á eftir að harðna. 

miðvikudagur, 3. desember 2014

Útlendingahatur og Rasismi

Auðséð er hvaða málaflokkur mun skipta æ meira máli í pólitískri umræðu á Íslandi. 
 Það er afstaða til útlendinga, nýbúa, flóttamanna  og annarra trúarbragða en Kristni. Þrátt fyrir hversu fáránleg sú umræða hefur verið hér seinasta árið og hversu heimskulegir fulltrúar
öfgaskoðana hafa verið.  En auðséð er að það er engin tilviljun að hugmyndir af þessu tæi komu fram og voru mataðar frá æðstu valdamönnum Framsóknarflokksins.  Þar á ég við afstöðuna til Moskubyggingar í Reykjavík. Flokkur sem átti í vanda og ófyrirleitnir aðilar fengu hugmynd. 

Lítill vafi er á því að þetta er bara byrjunin.  Það sem er sérstakt  hjá okkur að það er einn af hinum gömlu rótgrónu flokkum sem tekur þetta mál upp, og nota dylgjur og óljósar yfirlýsingar í staðinn fyrir að koma þá hreint til dyra eins og flokkar í öðrum löndum hafa gert.  Enda hafa það oft verið nýir flokkar sem byrjað hafa sem einsmálefnisflokkar sem hafa tekið til sín þetta málefni þegar þeir hafa skynjað undiröldu og óánægju með þróun mála.  Þar sem fólk hefur ekki fengið upplýsingar um hversu erlent vinnuafl skilar miklu í þjóðarbúið á hverjum tíma.  Bara hvað flóttamenn og nýbúar taka til sín, enda allt gert samkvæmt reglum Evrópulanda eða ESB.  

Smáfundur leiðir til orðaskaks og líflátshótana. Eflaust til mikils útblásturz á Útvarpi Sögu og heitinga.  Í Sjálfstæðisflokknum hefur kraumað rasismi hjá fyrirferðamiklum einstaklingum með lítil völd.   Jafnvel fyrrverandi valdamenn skrifa texta sem sýnir fordóma og vankunáttu samanborið sem Björn Bjarnason lætur hafa eftir sér á bloggi sínu: 

Hitt er annað mál hvort sanngjarnt sé að skella skuldinni á aðra í þessu efni. Í því einu felst leið til einangrunar að velja sér samstað meðal fólks með allt aðra lífskoðun og trúarbrögð en maður sjálfur, neita að laga sig að samfélagi þess fólks og krefjast þess að þeir sem fyrir eru breyti siðum sínum. 

Mér finnst í þessum orðum felast lítill skilningur á þróun heimsins seinustu áratugi. Furðulegt
að þetta komi frá fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins. Lítill skilningur á því hvers vegna  fólk frá öðrum heimshlutum berst upp á okkar strandir, og hvaða harmsaga er þar á bak við. Það er sorglegt að snúa umræðunni upp í frasa sem þessa:    velur sér samstað, neita að laga sig að samfélagi þess fólks, krefjast þess að þeir sem fyrir eru breyti siðum sínum. Því miður á Björn marga skoðanabræður og systur.  Mörg mynda sér skoðanir sínar út frá fjölmiðlaumræðu og æsingi meðal vina og kunningja í skoðanaskiptum.  En einhvern veginn ætlast maður til að þeir sem sem hafa alla burði til að ná sér í þekkingu og taka þátt í menntaðri umræðu láti ekki hafa eftir sér svona einföldun. Ekki skil ég tilganginn nema að það sé spurningin um draum að hala inn atkvæði í næstu kosningum út frá þessum málaflokki.  

Ekki veit ég það né skil.

 







þriðjudagur, 2. desember 2014

Drepum RÚV, Drepum.

Þeir ætla að murka lífið úr RÚV.Þeir gera sér vart grein fyrir afleiðingunum. 
Illugi og Bjarni.  Með þöglu samþykki Framsóknar. 
Seinustu árin hefur kór Íhaldsins sungið:  Drepum RÚV. 
Davíð Oddsson. Björn Bjarnason. Óli Björn Kárason. Stuttbuxnaliðið. 
Svo bætist við kjánahrollslið Framsóknar: Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson sem neitar að ræða við fréttamenn RÚV.
Menningarhlið RÚV er eitthvað sem þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir. Enda slíkt bara fyrir furðufugla og afætur.  Varðveisla gagna og bráðum aldarsaga ríkisútvarps á Íslandi.  Skiptir engu máli.  
Íhaldsmennirnir á Íslandi sem elska að herma eftir Bretum, í nýfrjálshyggjuniðurskurði, gleyma þó einu, miklum stuðningi við BBC.  
Það skiptir engu máli þótt fjölmiðillinn RÚV njóta langmests trausts landsmanna.  Íslendingar eru fífl, hugsar Íhaldið.  Og ríkisstjórn með traust eins 36% stuðning meðan Fréttastofan hefur 70% fylgi.
Nei, kórinn hrópar bara: Drepum RÚV, Drepum.  





Hollvinir útvarpsins hafa auðvitað áhyggjur af hatrinu á almannaútvarpi.

Ályktunin í heild: 
Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins styður stjórn Ríkisútvarpsins heilshugar og beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis og ríkisstjórnar að hætta við boðaða fyrirætlun um að skerða lögbundin framlög til Ríkisútvarpsins enn eitt árið, jafnvel til lengri tíma.
Ríkisútvarpið er í eigu þjóðarinnar, almannaútvarp sem hefur miklu og óumdeilanlegu hlutverki að gegna í daglegu lífi landsmanna, menningarlífi og fréttaflutningi í þágu eigenda sinna, þjóðarinnar. Fram kom síðast í dag að fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur mests trausts allra fjölmiðla á landinu, útvarps- og sjónvarpsþættir hafa í áranna rás verið verðlaunaðir hvað eftir annað, hérlendis jafnt sem erlendis.
 Fari svo að RÚV verði ekki tryggðar fullnægjandi tekjur er sýnt að það getur ekki gegnt hlutverki sínu sem útvarp/sjónvarp í almannaþágu. Þá blasir við stórkostlegt menningarslys, og næstu kynslóðir munu álasa okkur fyrir skemmdarverk. Almannaútvarp er rekið alstaðar í nágrannalöndum okkar, sem er lítið umdeilt þar. Fámennið hér gerir að verkum að enn mikilvægara er að starfandi sé fjölmiðill sem hefur víðtækara menningarlegu hlutverki að gegna en unnt er að gera kröfu til að einkareknir miðlar sinni. Athygli vekur að þrátt fyrir fámennið er hið lögbundna útvarpsgjald sem lagt er á hvert mannsbarn hér lægra en það sem Bretum og Norðmönnum er gert að greiða til sinna almannamiðla, NRK og BBC.
 Á sama tíma og stjórn Ríkisútvarpsins sendir ákall til Alþingis um að skera ekki niður útvarpsgjald á komandi árum skora Hollvinir Ríkisútvarpsins á Alþingi að tryggja framtíð þessarar menningarstofnunar allra Íslendinga með því að halda útvarpsgjaldinu óbreyttu og láta það renna óskipt til Ríkisútvarpsins.




Samþykkt Útvarpsráðs

„Alþingi Íslendinga
Á undanförnum árum hafa framlög til Ríkisútvarpsins ítrekað verið skorin niður, mikið hefur verið hagrætt í starfseminni og dregið úr þjónustu. Síðastliðið vor létu stjórn RÚV og nýir stjórnendur félagsins gera sjálfstæða úttekt á fjármálum félagsins. Niðurstaðan var sú að félagið er yfirskuldsett og er stærstur hluti skuldanna gamlar lífeyrissjóðsskuldbindingar. Þá blasir við að tekjur duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem félagið veitir og grundvallast á útvarpslögum.
Í útvarpslögum eru skyldur lagðar á herðar Ríkisútvarpsins og þær nánar útlistaðar í þjónustusamningi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins. Til að standa undir þjónustunni er í útvarpslögum gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjald sem landsmenn og lögaðilar greiða nú. Útvarpsgjaldið er 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið hefur á undanförnum árum tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í algerlega ótengd verkefni.
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ítrekað að samræmi verði að vera milli þeirrar þjónustu sem félaginu ber að veita og þeirra tekna sem félagið fær til að standa undir þjónustunni. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er á árinu 2014. Sú upphæð dugar til að standa undir starfseminni til framtíðar. Samhliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórnendur unnið að eignasölu sem vonast er til að leysi uppsafnaðan skuldavanda félagsins.
Útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu allar mun fjölmennari. Framlag hvers Íslendings til Ríkisútvarpsins er t.d. mun lægra en þegnar Bretlands og Noregs (BBC, NRK) greiða til sinna ríkisstöðva og sambærilegt því sem þegnar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands (DR, YLE og SVT/SR) greiða til sinna ríkisstöðva.
Nú stendur til að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr niður í 17.800 kr og svo að útvarpsgjaldið lækki aftur að ári niður í 16.400 kr. Gangi þessar fyrirætlanir eftir blasir við stórfelld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi Ríkisútvarpsins með stórtækari niðurskurðaraðgerðum en áður hafa sést hjá félaginu. Augljóst má vera að sú þjónusta sem Ríkisútvarpið veitir tæki stakkaskiptum við þessa breytingu með samdrætti á öllum sviðum. Þá er ljóst að áætlanir um úrbætur á tilteknum þáttum í starfseminni eru óframkvæmanlegar en nýir stjórnendur og stjórn hafa hug á að efla þjónustu við landsbyggðina, bjarga efni í Gullkistu Ríkisútvarpsins og gera aðgengilegt þjóðinni, efla framboð á vönduðu barnaefni á íslensku, leggja aukna áherslu á innlenda framleiðslu og bæta dreifikerfið um land allt.
Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald.
Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi.“
Stjórn RÚV,
Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður. Ásthildur Sturludóttir,
Björg Eva Erlendsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson,
Guðrún Nordal, Friðrik Rafnsson,
Magnús Stefánsson, Margrét Frímannsdóttir,
Valgeir Vilhjálmsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir


Yflýsing fréttamanna án landamæra 



Freedom of information in decline for past two years in Iceland

Published on Wednesday 19 November 2014.
What with an interior ministry official seeking jail terms for two journalists in a criminal libel prosecution and major budget cuts for public TV and radio stations that the ruling coalition has accused of bias, the past two years have seen a marked decline in freedom of information in Iceland, one that began with the financial crisis in 2008.
Þórey Vilhjálmsdóttir, a political adviser to Iceland’s interior minister, is seeking two-year jail sentences for newspaper reporters Jón Bjarki Magnússon and Jóhann Páll Jóhannsson, who wrongly identified her as the source of a leak in story published on 20 June, although they issued a correction within hours. As well as quickly putting out a corrected version naming Gísli Freyr Valdórsson, another interior ministry adviser, as the source of the leak, they issued an apology in the form of a press release circulated to the media. Valdórsson, now on probation, has since been given an eight-month prison sentence for leaking information about a Nigerian asylum-seeker to several news outlets. Gísli Freyr Valdórsson has since been given an eight-month prison sentence for leaking information about a Nigerian asylum-seeker to several news outlets.
Reporters Without Borders regrets that Vilhjálmsdóttir is seeking the maximum possible libel penalty for the two journalists under criminal code articles 234 and 235 – two years in prison, damages of 3 million krónurs (19,000 euros) and legal fees of 900,000 krónurs (5800 euros) – because it would set a disastrous precedent for freedom of information in Iceland. The organization also underlines that the ministry of the interior is also in charge of human rights: Vilhjálmsdóttir should be aware of her responsibilities in the domain of press freedom.
In a letter, Reporters Without Borders calls on Vilhjálmsdóttir to soften the complaint she has brought against the two journalists, so that it is more proportionate to the actual harm to her reputation.
Iceland’s defamation laws have received a great deal of recent criticism from international bodies. Tthe European Court of Human Rights has stressed the extremely negative impact of these laws on journalists and freedom of information, and the disproportionate nature of their penalties, while a recent International Press Institute report called them obsolete. Reporters Without Borders urges Iceland’s government to amend these laws.

Meanwhile, public broadcasting under attack

Political interests have been having a negative impact on freedom of information in Iceland ever since the 2008 financial crash. Almost all of the leading media editors have had to stand down this year. The only exception is Morgunblaðið editor David Oddsson, who happens to be a former prime minister and former central bank governor.
The editor-in-chief of the broadcasting company RUV was fired along with the rest of its management in the wake of the director-general’s dismissal. 365 Media, the company that owns the biggest TV network, has reduced the number of its newsrooms and fired two of its chief editors, replacing them with the former spokeswoman for its owner’s husband, a leading figure in business circles. Several journalists left the company after the substitution.
A public broadcaster funded by a licence fee system until 2007, RUV became a state-owned compagny in 2008, its only share being held by the ministry of culture. A year later, the government assumed direct control of the source of its funding, and thereby direct control of its budget. And in the wake of this loss of structural independence, comments have been made about a lack of editorial independence. Between 2013 and 2014, the ruling right-wing coalition repeatedly criticized the treatment of the news coverage provide by RUV’s TV and radio channels, and used it as an excuse to reduce dramatically its budget. Indeed, the ruling coalition often questions the impartiality of the news coverage provide by RUV’s TV and radio channels, especially their coverage of European news. But a survey conducted by the consumer reporting agency Creditinfo found that positive and negative news reports about the European Union get equal space in RUV’s coverage.
Vigdís Hauksdóttir, a parliamentarian who is a member of the ruling coalition and chairs the budgetary committee, made typically critical comments about RUV in an August 2013 interview for Radio Bylgjan that was reported by Grapevine. “I think an unnatural amount of money goes to RUV,” she said. “Especially when they don’t do a better job at reporting the news. They are fond of a particular platform, and lean to the Left. Everyone who wants to see that can see it. I assure you this is true, and can confirm it whenever and wherever that [RUV] is very pro-EU.
Such comments clearly put pressure on RUV’s journalists. A 20 percent cut in RUV’s budget was announced in December 2013, with the resulting loss of many journalists from RUV newsrooms. The European Broadcasting Union issued a statement condemning the cut, while former RUV director-general Páll Magnússon said: “Viewers will see a difference. Our listeners will hear it. [...] Our ability to provide news to the Icelandic public will be diminished, and newscasts will be shorter and fewer.
The pressure is continuing. Foreign minister Gunnar Bragi Sveinsson criticized the way RUV portrayed him in one of its reports. In March of this year, he imposed his own conditions on RUV, refusing to give it interviews unless it sends him a copy of video before it is broadcast. In the end, he was not interviewed at all. At the same time he, too, accused it of being too pro-EU in its coverage.
As regards privately-owned media, Hauksdóttir issued a call on Facebook in February 2014 for a boycott of the newspaper Kvennablaðið after it criticized her, and she urged the cosmetics company EGF to “stop buying advertising” in Kvennablaðið. The Union of Icelandic Journalists condemned her calls as “attempts to obstruct freedom of expression.