fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Skattstjóri rekinn. Forsætisráðherra fær vantraust á sig.

Þetta gæti ekki gerst á Íslandi. Það verður ljósara með hverjum degi, viku, mánuði og ári hversu við höfum vonlaust eftirlitskerfi. 
Hvert málið á fætur öðru sýnir það og það nær alveg upp til forsætisráðherrans.  Hann mætir með hroka og yfirgang á æðstu stofnun landsins Alþingi og rífur kjaft við alþingismenn og
svarar spurningum þeirra út í hött.  Um hann gilda allt aðrar reglur en um aðra.  Eins og dæmin sanna. 

Eftirlitsstofnanir landsins kenna hver annarri um eftirlitsleysið það er enginn sem getur tekið afstöðu og sagt nú er nóg komið.  Sveitastjórnarmenn sem sitja báðum megin við borðið,
kjörnir fulltrúar og eigendur stærstu fyrirtækja sveitarfélaga glotta og gefa í skyn að þeir geri það sem þeim sýnist þeir vita að það er enginn sem segir stopp.  Á meðan blæðir náttúrunni.   

Kastljós á þakkir skyldar að reyna að benda á hryllinginn sem blasir við.  En þeir breyta ekki því að það eru aðrir sem eiga að segja nú er komið nóg. 

Hef verið að fylgjast með hvernig sterkur fjölmiðill í Svíþjóð með fjölda fólks í vinnu setur allt á annan endann einsog Sjónvarpsþátturinn Uppdaga Granskning gerir.  Seinast voru það skattayfirvöldin sem fengu að kenna á því.  Þeir fundu að stór hópur af auðugum Svíum voru búinir að  koma sér fyrir í Portúgal vegna lágra skatta.  Fjölmiðlamenn löbbuðu inn á Ríkisskattstofuna og báður um gögn um vissa aðila.  En æðstu embættismenn skattsins hringdu í vin sinn og létu hann vita að það væri verið að rannsaka hann.  Nú eru tveir æðstu embættismennirnir verið látnirtaka poka sinn og eru ekki velkomnir í vinnuna lengur.

Skatteverkets chef får 25.6.2011 019.JPGsparken


Svona gæti ekki gerst á Íslandi þar er vinarþelið allsráðandi ef þú þekkir valdamann ert í réttum flokki varst í réttum skóla eða bekk, er það enginn sem hróflar við þér. Hvernig gengur með vinnuna á erlendu gögnunum?  Af hverju er allt svo hægt og rólegt.   Hvað þarf að gerast svo þetta breytist?