miðvikudagur, 1. október 2014

Mr. Turner: Meistaraverk

Já, mögnuð mynd á kvikmyndahátíð og örugglega ekki sú eina.  Meistaraverk Mikes Leigh var vel tekið í gærkvöldi (þriðjudag) af fullum sal kvikmyndaáhugamanna í Sal 1 í Háskólabíó.  

Þvílík fegurð í myndatöku og sviðslist, þar sem myndlist Turners þessa meistara landslagsins
skilaði sér fáránlega vel, og leikararnir með Timothy Spall í fararbroddi sem meistarinn Herra Turner voru ótrúlegir.  Ég hef sjaldan séð persónumótun eins og hjá Spall í þetta skiptið.  Enda fékk hann leikaraverðlaunin í Cannes í vor. Þetta sagði Spall um möguleika sina á verðlaunum í Cannes: [on the possibility of an award at Cannes for 'Mr. Turner'] If it comes up, I'll have a go. Someone's got to win one. Actors always say, 'Oh, competition shouldn't be part of art'. Bollocks. It's a part of everything. Ég bít af mer vinstri handlegginn ef hann fær ekki Óskarinn.  Ég meina það!!!! 

Myndin er fyndin, dramatísk, við upplifum seinni ár Turners þegar hann er farinn að sækja út á ótroðnar slóðir í list sinni. Persónan er ótrúleg í höndum Turners, göngulag, hreyfingar, andlitssvipur,barkahljóð sem eru engu lík sem hann jafnvel var farinn að nota á kránni:   I grunted in a Georgian way, 'Are you a provider of wine?' I had to go and lean against a wall and take a deep breath to go back and ask, 'Can I have a glass of Pinot Grigio?'This is the only time in my life when the character bled into me.  
Í kringum Turner eru svo ótal aukaleikarar oft svo skemmtilegir eins og samlistamenn hans að maður hlær ennþá innra.  

Þeir sem þekkja ekki stíl Leighs og vinnu hans með leikurunum geta vart ímyndað sér þvílík vinna liggur þar að baki.  En drífið ykkur að sjá hana.  Hún hlýtur að verða sýnd áfram.  Ef maður fer einu sinni í bíó á ári þá er þetta myndin.  

Ég sé á skránni að það eru ótrúlega góðar myndir á þessari hátíð.  Er ekki kominn tími til að Reykjavíkurborg fari að taka aftur þátt í hátíðinni.  Er ekki ágætt að losa sig við einhverja geðvonsku?  Eða valdagræðgi?