þriðjudagur, 25. júní 2013

Einmana reiðmaður við stjórnarráðið

Þetta er eitthvað svo sígilt.  Maður í vanda  vakir um nætur, byltir sér í rúminu og gruflar.  Ríður af stað um morguninn.  Tilgangurinn að hitta æðsta valdamann þjóðarinnar.  Auðvitað á hann að sitja í Stjórnarráðinu  og leysa hin erfiðu mál þjóðarinnar.  En forsætisráðherrann  er oft ekki í Stjórnarráðinu eflaust er Sigmundur að hitta forsætisráðherra Danmerkur og ræða við hann á dönsku eða var það enska sem hann notaði til að hrósa skeleggum forsrætisáðherra Dana, Var Sigmundur Davíð ekki í námi í Danmerkur samkvæmt Curiculum Vitae, talaði hann aldrei dönsku í Danmörku?  

 Maður ríður í hlað engin móttaka nema lögregla og valdsyfirvöld. Hann er brýnt erindi.
Karl sem á erfitt, atvinnulaus, er að missa allt, hús, hestahús, hesta, starfsemi.   Hann treysti á loforð Sigmundar og kappa Finns varnarkonungs.  En það er kerfið, allir kerfisþrælarnir sem eru á varðbergi og koma í veg fyrir gjörðir og framkvæmdir.  Það er ekki SDG að kenna.Það er ekki Finni að kenna.  Með í hendinni er hann með bréf, klippur handa ráðherra og fíflabana.  Því margt þarf að gera. Margt er hægt að gera.  Hann treystir sínum manni. En það eru ansi margir sem hafa rætt þetta sama áður eða skrifað valdsmönnum.   Hann er ekki sá fyrsti sem ber að dyrum.  Það gerðu margir hjá fyrri ríkisstjórn. Og ekkert var hægt að gera, kerfið sagði það allt.  Margir sneru baki við xS og xV.

En Sigmundur Davíð og Finnur stóðu þó upp og sögðu það er eitthvað hægt að gera.  Það voru margir sem kusu þá út á það.  Og nú verða þeir að vera heima þegar einmana reiðmaður birtist.   Og segja honum hvað þeir ætla að gera.  Ætli allir geti beðið endalaust? 

Kannski verða fleiri en einn reiðmaður á ferð næst, og svo ennþá fleiri.  Það kemur að skuldadögum hjá öllum.   Líka skuldadögum loforðanna.