þriðjudagur, 24. febrúar 2015

Tony Blair: Stjörnuhrapið mikla

Einu sinni var vonarstjarna margra vinstrimanna Tony Blair.  Munið hann, hann sem vildi taka upp þriðju leiðina og breyta heiminum til hins betra.  Sameina vinstri stefnu og markaðshugmyndir !!!
Og hvar er hann núna, karlinn sem yfirgaf hugmyndir sínar í valdaleik, æddi út í stríðsleiki með George Bush yngri af öllum mönnum. Tapaði tiltrú flestra með tímanum. Og hvað gerir hann núna?

Ráðgjafi einræðisherra og hæstbjóðenda,  í grein Nicks Cohn í Guardian 2012 kemur í ljós að hann hafði þegið 13 milljónir dollarara af einræðisherranum í Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, sem notar „silkihanskaaðferðir á andstæðinga sína":  lætur skjóta verkfallsmenn, brenna skrifstofur stjórnarandstæðinga og myrða leiðtoga andstöðunnar.  Faðmur hans er útbreiddur til allra sem banka upp á með seðlabúnt. 

Hann dró með sér aðra stjórnmálamenn, ráðgjafar fá vel borgað hjá harðstjórum og uppburðarlitlum ráðamönnum.  Enn eru breskir stjórnmálamenn að láta hanka sig á ráðgjafarstörfum sem hefur auðvitað ekkert að gera með pólitík, tveir fyrrum utanríkisráðherrar, Malcolm Rifkin og Jack Straw. 

Þessi skilaboð sendi han út við andlát Abdullah, Saudi-Arabíu konungs:

I am very sad indeed to hear of the passing of the Custodian of the Two Holy Mosques King Abdullah. I knew him well and admired him greatly. Despite the turmoil of events in the region around him, he remained a stable and sound ally, was a patient and skilful moderniser of his country leading it step by step into the future. He was a staunch advocate of inter faith relations. He founded KAUST, the science and technology university where women and men are educated equally. And today there are more women in higher education than men. He allowed thousands to be educated abroad, people who have experience of the world and will play a big part in the future of the country. He appointed women Ministers. He invested in renewable energy. And of course he launched the Arab Peace Initiative in 2002 which has stood the test of time as a potential basis for a solution to the Israeli Palestine issue. He was loved by his people and will be deeply missed.

Tony Blair hefur verið ráðgjafi í olíuiðnaði hjá Pedro Saudi í eigu konungafjölskyldunnar í Saudi-Arabíu.  Og kjörin hafa verið ansi  ríkmannleg. 

 A previously secret contract with a Saudi oil company headed by a member of the country’s royal family has been leaked showing Mr Blair charging £41,000 a month and 2 per cent commission on any of the multi-million-pound deals he helped broker. 

Hann á orðið auð upp á hundruð milljóna þar á meðal 31 fasteign sem metnar eru á 5000 milljónir íslenskra króna.

Hann er ráðgjafi ógnarstjórnarinnar í Egyptalandi,listinn er endalaus. Þetta er fín stofnun sem hann rekur. Hann á að vera sérstakur ráðgjafi, SÞ, ESB, Rússlands og Bandaríkjanna um Miðausturlönd, hverju hefur það skilað.  Svo gerðist hann kaþólikki fyrir nokkrum árum.  Talaði um kristnina í sannfæringu sinni um að réttlátt hefði verið að ráðast á Írak. Og pólitískar hugmyndir Blairs? 
Hurfu þær ekki í stríðssöng Vesturveldanna?  Einu söngvar sem maður heyrir í dag eru: Money, money.  Enda voru þeir hreyfiaflið í huga Blairs, ekki betri heimur. 

Hér er smálisti í lokin af þessum
  • June 2007 Appointed Middle East envoy. Salary/fee - None
  • Jan 2008 Appointed adviser to JP Morgan. Salary/fee - £l million a year
  • Man 2008 Appointed adviser to Zurich International. Salary/fee - £500,000 a year
  • Aug 2008 Appointed adviser to South Korea's Ul Energy Corporation. Salary/fee - Unknown
  • Feb 2009 Appointed adviser to government of Kuwait on good governance. Salary/fee - £8 million a year
  • July 2009 Takes role with United Arab Emirates investment fund Mubadala. Salary/fee - £1 million a year
  • Jan 2010 Appointed adviser I to Moet Hennessy Louis Vuitton. Salary/fee - Unknown
  • Nov 2010 Secret contract with a Saudi oil company headed by a member of the country's royal family. Salary/fee £41,000 a month and 2 per cent commission on any of the deals he helped broker.
  • Oct 2011 Appointed adviser to Kazakhstan government. Salary /fee - £8 million a year
  • Nov 2012 Appointed adviser to Sao Paulo state government. Reported salary/ fee - Unknown
  • July 2014 Appointed adviser to the consortium behind the gas line from Azerbaijan to Italy. Salary/fee -Unknown
 Minnir þessi mynd ekki á einhvern annan?