þriðjudagur, 15. desember 2015

Umboðsmaður Alþingis: Fær hann skýr svör?

Það er kominn tími að versta ríkisstofnun landsins sé skoðuð.  Hún virðist sameina allt það versta sem stofnun getur haft upp á að bjóða: hroki, hleypidómar, dómgreindarleysi, leti í vinnubrögðum, bókstafstrú. Engin alúð, engin sæmd.  

Umboðsmaður Alþingis vill að Útlendingastofnun svari því hvernig stofnunin rannsakar umsóknir um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. Sérstaklega þegar umsækjandi er barn.

 Forstöðumaður umræddrar Stofnunar tekst alltaf að koma manni á óvart með einstaklega óvönduðum svörum við spurningum fréttamanna.  Það er eins og hún setjist ekki niður með starfsfólki sínu til að fara yfir málin þegar hún þarf að stíga fram í Sviðsljósið og útskýra úrskurði. Ef orðið vanhæf á við þá er það í hennar tilfelli. 

Í Útlendingalögum segir í grein 12.f, að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, til dæmis af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun.

Það var gaman að sjá hvernig bloggheimur og fjölmiðlar muldu niður rök embættismanna og stjórnmálamanna.  Sem enn einu sinni ætluðu að keyra yfir okkur með einstaklega óvönduðum vinnubrögðum. Hápunkturinn var þegar tveir læknar stigu fram og sýndu okkur fram á alvarleg veikindi barnanna tveggja frá Albaníu og sleifarlag starfsmannanna hjá Útlendingastofnunum. Það liggur við að maður noti orðið:  Útlendingahatur. Varla var stofnunin sett upp til þess að stuðla að slíku. 

 Kannski verður þetta til þess að mannréttindi verða sett á hærri skör hjá okkur hér á landi. Það hefur mikið vantað upp á það.  Umboðsmaður Alþingis hefur stuðning mikils meirihluta landsmanna fyrir góð og trúverðug störf.  Við munum fylgjast með. 

 (Grannletraði textinn er úr frétt RÚV í dag)