Mikið er nú gott að við höfum þó embættismannakerfi þar sem sitja gegnheilir og heiðarlegir starfsmenn, eg er ekki að tala um alla, en marga.
Tryggvi Gunnarsson hefur sýnt sig sem bjargvætt vonar um heiðarleika í stjórnmálum og stjórnsýslu með frammistöðu sinni í Lekamálinu. Svona eiga umboðsmannakerfi að starfa. Sorglegt er að sjá ráðherrann sem engist um í snörunni í staðinn fyrir það að hafa yfirgefið vettvanginn þar sem sem hún hefur tapað öllum trúverðuleika.
Við megum líka þakka fyrrum lögreglustjóra sem reyndi að gegna starfi sínu þrátt fyrir endalausa afskiptasemi ráðherra. Og kaus frekar að yfirgefa vettvanginn en að láta svínbeygja sig.
Þetta er merkur dagur í stjórnmálasöug Íslendinga. Merkari en margan grunar.