Ögmundur og umhverfisvinir brunuðu í Haukadal og komu að opnum dyrum.
Lítið fór fyrir hetjagangi gjaldtökusinna, engin sverð eða atgeirar á lofti. Ég var í nágrenninu og klæjaði í beinunum en treysti mér ekki með börn þar sem ég bjóst við átökum.
Viðbrögð Haukdæla sýnir veikan grunn þeirra. Þeir geta vaðið uppi í skjóli ráðherra sem ekkert gerir né getur. Það er enginn Gissur Þorvaldsson búsettur þar um slóðir nú. Bara lögfræðingavinir og peysusalar.
Svo Ögmundur vann léttan sigur og ég er ánægður með hann. Sléttrakaður og glaðbeittur hélt hann tölu.
Það er kominn tími að umhverfisfólk segi: Nú er komið nóg!!!!!!
Það var fallegt veður á Suðurlandi. Ferðin var ekki alveg ævintýralaus, hjá mér ekki Ögmundi, en við lifðum það af, fjölskyldan, þótt að okkur væri sótt. Í gærkvöldi var stjörnuskin og norðurljós úr heitum potti. Grillað lambakjötið og franskt rauðvín smakkaði himneskt. Svo eru Passíusálmar a la Megas framundan og Matteusarpassían, la vie est belle.
Vonandi að Norðlendingar taki landareignir sínar til sín, Dettifoss og Mývatn. Linkind skilar engu !!!