„Það er allt annað álitamál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherrastól á meðan rannsókn fer fram og það er ekki spurning um traust, heldur spurning um það hvernig best sé tryggt að rannsókn málsins sé hafin yfir allan vafa og gangi eðlilega fram.“
Af hverju ræddi hann ekki í upphafi þessa máls um þetta álitamál þar sem ráðherra og aðstoðarmenn hennar eru sakaðir um ansi ógeðfelldan leik gagnvart einstaklingi í erfiðri stöðu? Að leka minnisblaði í fjölmiðla.
Er þetta bakstunga hjá formanninum? A la xB. Hann hefur kannski fengið ráðgjöf hjá SDG? Alla vegana er þetta ansi loðið:
„Ég stóð með henni í því í upphafi en síðan hefur þetta mál gengið fram og það má vel vera
að menn hafi misjafnar skoðanir á því hvernig dómsmálaráðherra bregðist best við í þessum
aðstæðum en það hefur ekkert með traust að gera.“
Það hefur ekkert með traust að gera. Eða hvað.... Margt býr í stjórnmálaþokunni.
(myndir: höfundur, tilvitnanir: mbl.is