miðvikudagur, 6. ágúst 2014

Bjarni Ben: Það hefur ekkert með traust að gera

Að njóta trausts og þó ekki.  Bjarni Ben gefur út yfirlýsingu svolítið loðin að vísu. Eins og hans er vaninn. Hanna Birna nýtur trausts. Vonarstjarnan sem eitt sinn lifði undir bláum himni:  En:


„Það er allt annað álita­mál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherra­stól á meðan rann­sókn fer fram og það er ekki spurn­ing um traust, held­ur spurn­ing um það hvernig best sé tryggt að rann­sókn máls­ins sé haf­in yfir all­an vafa og gangi eðli­lega fram.“


Af hverju ræddi hann ekki í upphafi þessa máls um þetta álitamál  þar sem ráðherra og aðstoðarmenn hennar eru sakaðir um ansi ógeðfelldan leik gagnvart einstaklingi í erfiðri stöðu? Að leka minnisblaði í fjölmiðla.

Er þetta bakstunga hjá formanninum?  A la xB.  Hann hefur kannski fengið ráðgjöf hjá SDG? Alla vegana er þetta ansi loðið: 


„Ég stóð með henni í því í upp­hafi en síðan hef­ur þetta mál gengið fram og það má vel vera
að menn hafi mis­jafn­ar skoðanir á því hvernig dóms­málaráðherra bregðist best við í þess­um
aðstæðum en það hef­ur ekk­ert með traust að gera.“


Það hefur ekkert með traust að gera. Eða hvað.... Margt býr í stjórnmálaþokunni.


(myndir: höfundur, tilvitnanir: mbl.is