Þetta er allt að verða svo skemmtilegt, dásamlegur
utanríkisráðherra sem heldur það að vera ráðherra sé að geta sagt ÉG, flokkur sem treystir á minnisleysi þjóðarinnar, flokkar sem talast ekki við, ráðherrunum finnst svo gaman að stjórna. Þetta er að verða alvörustjórn. Formennirnir þekkja ekki hvor annan í sjón !!!!! Maður þarf bara að vitna í til að koma með prýðisgrein!!!!! En auðvitað kunna allir landsmenn
stjórnarsáttmálann utanað. Og ég skil ekki í þessum 3200 sem vilja að Vigdís H. segi af sér, þá yrði ekkert gaman á Alþingi.
...... Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar.
Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin.
...... Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. (Stjórnarsáttmáli)
þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum 2013
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor.
Kosningar 2013
Um 3.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftarlista þar sem skorað er á Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd Alþingis og víkja úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar
Þeir sem þekkja ekki padödö þurfa að lesa greinar Flosa heitins Ólafssonar en þar fjallar hann um fyrirbærið Padödö