mánudagur, 15. september 2014

Hvalveiðar: Við látum ekki kúga okkur!!!

Merkileg frétt.  Hvað gerir ríkisstjórn okkar núna?  Varla fer sjávarútvegsráðherran að láta beygja sig!!  Við hljótum að standa teinrétt og verja rétt Kristjáns Loftssonar og útgerðaraðalsins. Þeir eiga landið og miðin!   Fram fram aldrei að víkja.  

35 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

hvalurFulltrúar Evrópusambandsins og fjögurra annarra ríkja afhentu í morgun íslenskum stjórnvöldum yfirlýsingu þar sem hvalveiðum Íslendinga er harðlega mótmælt.
Yfirlýsinguna undirrita öll 28 aðildarríki ESB, auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Mexíkó, Ísraels, Mónakó og Nýja-Sjálands. Það var Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem afhenti íslenskum stjórnvöldum yfirlýsinguna ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands.
Í yfirlýsingunni er sú ákvörðun að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni, einkum á langreyð, harðlega gagnrýnd og veiðarnar sagðar í trássi við alþjóðalög. Er skorað á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína, en gefinn hefur verið út kvóti á veiðum á allt að 770 langreyðum næstu fimm árin.
Þá er viðskiptum Íslendinga með hvalaafurðir mótmælt og bent á að bæði langreyði og hrefnu sé að finna á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.