35 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Fulltrúar Evrópusambandsins og fjögurra annarra ríkja afhentu í morgun íslenskum stjórnvöldum yfirlýsingu þar sem hvalveiðum Íslendinga er harðlega mótmælt.Yfirlýsinguna undirrita öll 28 aðildarríki ESB, auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Mexíkó, Ísraels, Mónakó og Nýja-Sjálands. Það var Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem afhenti íslenskum stjórnvöldum yfirlýsinguna ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands.
Í yfirlýsingunni er sú ákvörðun að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni, einkum á langreyð, harðlega gagnrýnd og veiðarnar sagðar í trássi við alþjóðalög. Er skorað á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína, en gefinn hefur verið út kvóti á veiðum á allt að 770 langreyðum næstu fimm árin.
Þá er viðskiptum Íslendinga með hvalaafurðir mótmælt og bent á að bæði langreyði og hrefnu sé að finna á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.