sunnudagur, 11. ágúst 2013

Gylfi Ægisson og vinir hans

Það eru oft furðulegar yfirlýsingar frá íhaldsmönnum þessa lands, nú er það Gylfi Ægisson landskunnur skemmtikraftur og sötrari.   


„Þegar Borgarstjórinn er farinn að klæðast Íslenska Þjóðbúningnum (Gefa skít í hann) og mála sig, verður manni óglatt. Megas vinur minn spurði mig einu sinni af hverju heitir engin gata Rassgata í Reykjavík? Mæli ég nú með því að laugarvegurinn verði skírður upp á nýtt og Látinn heita Rassgata. Það væri svo við hæfi að Jón Gnarr klipti á borðann,“ skrifar Gylfi og bætir við:
„Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðlilegt finnst þetta kanski spennandi og skemmast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rússlandi,“ skrifar Gylfi sem tekur seinna fram í annarri athugasemd að þessi skrif séu hans.

Já, auðvitað verður Gylfi að hafa sínar skoðanir jafnvel þótt þær séu á þessu róli, ef hann heldur að samkynhneigð hafi ekkert með að gera nema rassgöt. Það er ansi sorglegt.  Mér finnst bara skemmtilegt að hafa borgarstjóra sem kann að koma við kaunin á okkur, hvort sem hann ræðir Jesú eða klæðir sig þjóðlega. Mér þótti búningur hans í þetta sínn vera skot á þjóðrembu sem æðstu valdamenn landsins tíðka nú til dags sér til framdráttar á pólitíska pallinum.  

En ég veit ekki hvort það sé bezt að fá yfirlýsingar sem þessar frá textahöfundi sem hefur látið frá sér sullumbull með neðanmitttisórum  eins og þetta: 


                               
Á Flosa Ólafs kokkurinn er kona.                                        
Köllunum þeim finnst það betra svona.
Hún er ofsa sæt og heitir Fríða.
Hún á það til að leyfa' okkur að                  
Sjúddirarerei, sjúddirarira                       
leyfa' okkur að kyssa sig á kinn.
Er ég í koju kominn er á kvöldin
kvensemin strax tekur af mér völdin
og mitt yndi er þá ekki bókin,
aftur á móti strýk ég á mér
Sjúddirarerei, sjúddirarira
strýk ég á mér skallann ótt og títt.
og svo framvegis, ég veit ekki hvort vinir hans dáist að honum í dag.