Fimmtudagur: Vorrigning, ljúf og mild. Á fyrsta degi nýrrar stjórnar, stjórnar sem ætlar að gera margt en veit ekki hvaðan peningar eiga að koma. Þess vegna endalausar nefndir ansi margt óljóst ...... En við vonum að ekki rúlli allt til andsk. En við andstæðingar munum stunda andstöðu gegn umhverfisfjendum sem ætla að rúlla umhverfisráðneyti ofan í skurð ..... Það verður fróðlegt að fylgjast með hlutskipti láglaunafólks næstu árin. Sérstaklega þegar lækka á skatta sem þýða yfirleitt lækkun hátekjuskatta eða auknar álögur í gjöldum á hinn almenna þegn.