Pólitískir andstæðingar sem vilja koma á mig höggi segir forsætiráðherran gjörspillti og hnepptir að sér jakkanum ... og glottir. Ef einhver er holdgervingur spillingar þá er það Bjarni Ben. Að svokölluð siðmenntuð þjóð hafi kosið þennan mann æðsta foringja þjóðarinnar.... það er mikið að. Hann er auðvitað ekki í viðskiptum, meðan hann dreifir milljörðum til vina og vandamanna. Það eru ekki hagsmunir.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, sem er gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt, var spurður hvort honum þyki óþægilegt að vera kallaður Engeyingur og ríkisstjórnin sé einnig kölluð Engeyjarstjórn Einkum í ljósi þess að Benedikt Jóhannesson er Engeyingu og frændi Bjarna.
„Ég er orðinn vanur þessu og það þurfti ekki Benedikt Jóhannesson til. Þetta hefur verið svona lengi. Ég tek eftir hverjir gera þetta, það eru pólitískir andstæðingar sem vilja koma á mig höggi,“ sagði Bjarni.
Þá var hann spurður um fyrirferð fjölskyldunnar í viðskiptalífinu og umræður sem verða þess vegna. Bjarni sagði sjálfsagt að það sé rætt. „Ég tók ákvörðun fyrir mörgum árum að vera ekki í viðskiptum og ég á engra hagsmuna að gæta.“