þriðjudagur, 24. desember 2013

Jólakveðja

Kolniðamyrkur, vindurinn hvín, ljósin í blokkinni fyrir norðan húsið okkar lýsa upp, Aðfangadagur, skrítið að minnast fæðingar barns fyrir rúmlega 2000 árum.  

Við fáum enn eina vissu um smæð okkar í heiminum. Lægðir hamast í kringum okkur, margir verða lítið á ferðinni í dag.  Lengra í burtu ganga menn með byssur og drepa. Risastór vatnstankur safnast upp undir Grænlandsjökli.  Lífið er tilviljunum háð. 

Á svona degi er gott að hugsa til þess að eiga vini og ættingja.  Án þess erum við litil og hrædd. Á degi sem þessum er maður væminn og meir.  Ég óska öllum Gleðilegra jóla, etið ekki yfir ykkur, gætið hófs, njótið lífsins eins og hægt er.