laugardagur, 25. janúar 2014

Sri Lanka: Enn veldur Forsetinn hjartasviða

Enn veldur Forsetinn okkar hjartasviða, enn eru það mannréttindabrjótar og ofbeldisherrar sem eru viðhlæjendur  hans. Ríkísstjórnin afsalar sér málaflokki utanríkismála.   Nú er það forseti Sri Lanka:

Á heimasíðu hans var farið fáum orðum um fund þeirra Rajapaksa og Ólafs, 


Forseti Sri Lanka


Forseti á fund með Mahinda Rajapaksa, forseta Sri Lanka, sem einnig sækir alþjóðaþing um hreina orku og vatnsbúskap í Abu Dhabi. Á fundinum var rætt um alþjóðlegt samstarfsverkefni sem byggt verður á reynslu og kunnáttu Íslendinga við þurrkun sjávarfangs. Forseti Sri Lanka var áður sjávarútvegsráðherra og heimsótti þá Ísland til að kynna sér veiðar og vinnslu sem og starfsemi Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum gerði forseti Sri Lanka einnig grein fyrir þeim vandamálum sem við er að glíma í kjölfar vopnaðra átaka sem um áraraðir geisuðu í norðurhluta landsins.

Forsetaembættið í Sri Lanka segir frá fundinum: 

Sri Lanka has made a remarkable transformation – Iceland President
“Sri Lanka has made a remarkable transformation since the end of the conflict,” President of Iceland Ólafur Ragnar Grímsson told President Mahinda Rajapaksa during a conversation yesterday. “More time is needed to address remaining issues. Setting time frames does not yield results.”

The President of Iceland made these comments during a bilateral discussion that took place this afternoon at the Emirates Palace Hotel with President Rajapaksa who was in Abu Dhabi for a one-day visit to the United Arab Emirates (UAE). President Grímsson, recalling his two previous meetings with President Rajapaksa, said he is pleased to meet the Sri Lanka President again.

“My thinking is that we should enhance relations between the two countries,” the Icelandic President said while proposing to initiate projects on a commercial basis in the fields of fishing, meat processing and fruit production. These products have good markets in 50 to 60 countries, he pointed out. Iceland is now equipped with the latest technologies in these sectors, enabling the country to preserve fish, meat and fruit, he further said.

President Rajapaksa, while acknowledging President Grímsson’s proposal to enhance bilateral relations between the two countries, apprised the Iceland President of the progress made by Sri Lanka since the end of the war four years ago.

“Demining has been completed,” President Rajapaksa said. “We have resettled around 300,000 internally displaced persons. Around 11,000 former combatants have been reintegrated back into the society following rehabilitation. We also have handed over around 2,000 child soldiers to their parents.”

Major infrastructure development is taking place in the areas of road development, the healthcare sector, water supply systems, electricity generation and the education sector, President Rajapaksa further said. People in the North were given the opportunity to elect their own representatives through Provincial Council elections. However, certain elements who fail to see the reality is exerting unfair pressure on Sri Lanka, the President said. “We can overcome challenges. But external pressure is a hurdle,” President Rajapaksa added.

Monitoring MP of the Ministry of External Affairs Mr. Sajin de Vass Gunawardena also participated in the discussion.

Skrítið þetta með ávextina...... 

Betur var sagt frá samskiptum þeirra á Eyjunni : 

Á vef varnarmálaráðuneytisins í Sri Lanka er að finna ítarlegri frásögn af fundi forsetanna. Hefst hún á tilvitnun í forseta Íslands sem segir að „undraverðar umbætur“ hafi orðið á Sri Lanka frá lokum átakanna. Þá hafi forsetinn hvatt til þess að auka ætti samskiptinn á milli ríkjanna og lagt til verkefni á sviði sjávarútvegs, kjötvinnslu og ávaxtaframleiðslu, þar sem Ísland hafi mikið til málanna að leggja.

Á alþjóðavettvangi er ríkisstjórn Rajapaksa (hvernig ætli Gunnar Bragi beri þetta nafn fram) þekktari fyrir annað en undraverðar umbætur, Ásakanir um fjöldamorð í lok átaka við minnihluta Tamíla, spillingu og ofbeldi, nepótismi allsráðandi .  Tvær heimildarmyndir hafa sýnt fram á morðin í lok átakanna   Sri Lanka's Killing Fields,  og  No Fire Zone. Ástandið er óhugnanlegt : 

Það hefur verið fjöldi, sumir segja hundruð, mannrána. Blaðamönnum er kerfisbundið ógnað. Verkalýðsleiðtogar og mannréttindafrömuðir fá reglulega „aðvaranir“ eða eru beittir ofbeldi. Stjórnarskránni hefur verið breytt svo að Rajapaksa fái þriðja kjörtímabilið. Tugir ættingja hans gegna opinberum embættum og ráða yfir, samkvæmt einni áætlun, nærri helmingi ríkisútgjalda. Verið er að undirbúa son hans fyrir að taka við af honum í embætti. Það eru margháttaðar ásakanir um spillingu og aukningu ofbeldis gagnvart minnihlutahópum,

Auðvitað koma svo Kínverjar til bjargar þessari óbjörgulegu stjórn með gríðarlegar framkvæmdir: 

Vestræn ríki hafa á liðnum árum dregið umtalsvert úr þróunaraðstoð vegna ástands mannrétttindamála. Rajapaksa snéri sér þá að Kínverjum sem hafa fjármagnað risavaxnar framkvæmdir í landinu, meðal annars nýjan alþjóðaflugvöll, ráðstefnuhöll, 35 þúsund manna krikketleikvang og 1,5 milljarða dollara höfn í Hambantota.

Við sem fylgjumst með mannréttindamálum verðum að spyrja Utanríkisráðherra, hver er stefna ríkisstjórnar í þessum málum.  Er það Forsetinn sem ríkir eða meirihlutaríkisstjórn? Hver er afstaða hennar til mannréttindabrota og fjöldamorða á Sri Lanka?